Ég baka brauð í hverri viku. Þetta brauð er eitt af uppáhalds brauðunum okkar og það brauð sem ég baka hvað oftast. Það er fljótlegt, æðislega gott og við fáum ekki leið á því. Ef það er enn til á þriðja degi þá skellum við því í brauðristina og látum smjörið bráðna á heitu brauðinu áður en við setjum áleggið á.
- 2 dl tröllahafrar (eða venjulegir hafrar)
- 5 dl hveiti
- 1 dl hörfræ
- 1 dl rúsínur
- 1 dl hakkaðar heslihnétur
- 2 tsk matarsóti
- 1 tsk salt
- 4 dl hrein jógúrt
- 1/2 dl fljótandi hunang
- 1/2 dl lingonsylt (fæst í Ikea)
Hitið ofninn í 190°. Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið jógúrtinu, hunanginu og sultunni saman við. Ég skelli þessu öllu í KitchenAid vélina og læt hana hræra þessu saman. Degið er sett í smurt brauðform (fyrir ca. 1 1/2 líter) og bakað í neðri hluta ofnsins í 50-60 mínútur.
Til hamingju með þessa flottu síðu! Ég hlakka til að fylgjast með skrifunum og uppskriftunum…mikið sakna ég þess að kíkja í kaffi í Baugakórinn og söknuðurinn verður enn meiri við að sjá þessar girnilegu myndir og uppskriftir;-)
Bestu kveðjur frá Uppsala,
Unnur.
Er hægt að nota einhverja aðra sultu?
Þetta brauð er líka mjög gott, sniðugt að hafa sultuna til að gefa sætt bragð.
Mjög gott brauð og auðvelt að gera;)
Eitt besta brauð sem ég hef smakkað. Takk fyrir allar uppskriftirnar, þær eru flestar frábærar.
Prófaði þetta brauð í gær og það sló í gegn!
Átti reyndar ekki til lyngonsylt en ég notaði bara blandaða sultu, rabarbara og jarðarberja.
Takk fyrir 🙂
Sæl og takk fyrir skemmtilega síðu. Bakar þú brauðið á blæstri?
Bakað í neðrihluta ofnsins í 50-60 mínútur.
No blow job there 🙂