Brauð

Ég baka brauð í hverri viku. Þetta brauð er eitt af uppáhalds brauðunum okkar og það brauð sem ég baka hvað oftast. Það er fljótlegt, æðislega gott og við fáum ekki leið á því. Ef það er enn til á þriðja degi þá skellum við því í brauðristina og látum smjörið bráðna á heitu brauðinu áður en við setjum áleggið á.

 • 2 dl tröllahafrar (eða venjulegir hafrar)
 • 5 dl hveiti
 • 1 dl hörfræ
 • 1 dl rúsínur
 • 1 dl hakkaðar heslihnétur
 • 2 tsk matarsóti
 • 1 tsk salt
 • 4 dl hrein jógúrt
 • 1/2 dl fljótandi hunang
 • 1/2 dl lingonsylt (fæst í Ikea)
Hitið ofninn í 190°. Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið jógúrtinu, hunanginu og sultunni saman við. Ég skelli þessu öllu í KitchenAid vélina og læt hana hræra þessu saman. Degið er sett í smurt brauðform (fyrir ca. 1 1/2 líter) og bakað í neðri hluta ofnsins í 50-60 mínútur.

17 hugrenningar um “Brauð

 1. Til hamingju með þessa flottu síðu! Ég hlakka til að fylgjast með skrifunum og uppskriftunum…mikið sakna ég þess að kíkja í kaffi í Baugakórinn og söknuðurinn verður enn meiri við að sjá þessar girnilegu myndir og uppskriftir;-)
  Bestu kveðjur frá Uppsala,
  Unnur.

 2. Bakvísun: Sveppasúpa | Ljúfmeti og lekkerheit

 3. Bakvísun: Hafra- og speltbrauð með kúmeni | Ljúfmeti og lekkerheit

 4. Bakvísun: Gróft brauð með rúgmjöli og tröllahöfrum | Ljúfmeti og lekkerheit

 5. Bakvísun: Hindberjabaka með hvítu súkkulaði og möndluflögum | Ljúfmeti og lekkerheit

 6. Bakvísun: Lasagnabaka | Ljúfmeti og lekkerheit

 7. Bakvísun: Vinsælustu uppskriftir ársins | Ljúfmeti og lekkerheit

 8. Bakvísun: Kotasælupönnukökur | Ljúfmeti og lekkerheit

 9. Bakvísun: Vikumatseðill | Ljúfmeti og lekkerheit

 10. Prófaði þetta brauð í gær og það sló í gegn!
  Átti reyndar ekki til lyngonsylt en ég notaði bara blandaða sultu, rabarbara og jarðarberja.
  Takk fyrir 🙂

 11. Bakvísun: Uppáhalds kartöflugratínið | Ljúfmeti og lekkerheit

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s