Vikumatseðill

Það styttist í páskana og páskafríið kærkomna. Krakkarnir eru komnir í frí en ég á þrjá vinnudaga eftir áður en fríið brestur á. Ég er búin að panta mér þrjár bækur til að lesa yfir páskana og það eru nú þegar komin 5 páskaegg í hús. Við göngum alltaf of langt í páskaeggjakaupum en það er bara svo erfitt að standast þau, sérstaklega þar sem það eru svo margar tegundir í boði. Þetta verða rólegir páskar sem við ætlum að eyða hér heima, helst í náttfötunum með bók, súkkulaði og fullan ísskáp af góðgæti. Mig langar að útbúa snarl til að eiga yfir frídagana, eins og þetta fræhrökkbrauð með sítrónu- og fetamauki. Síðan langar mig að baka þetta brauð til að geta fengið mér á morgnana og pekanhjúpaða ostakúlu til að hafa yfir sjónvarpinu á kvöldin ásamt kryddaðri pretzel- og hnetublöndu.

Þar sem páskavikan bíður oftar en ekki upp á nóg af sætindum ákvað ég að stinga frekar upp á helgarmat en sætabrauði með helgarkaffinu þessa vikuna.

Vikumatseðill

Mánudagur: Lax með mango chutney

Þriðjudagur: Puy linsurósmarín- og hvítlaukssúpa

Miðvikudagur: Tortillakaka

Fimmtudagur: Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri

Föstudagur: Grískur ofnréttur 

Laugardagur: Tígrisrækjur með tælensku ívafi

Sunnudagur: Lambafilé, kramdar kartöflur og dásamleg sósa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s