Grískur ofnréttur

Ég hef séð uppskrift að þessum gríska ofnrétti víðsvegar á sænskum matarbloggum og óhætt að segja að hann hafi verið að slá í gegn. Eins og svo oft áður þegar ég sé uppskriftir ganga um netið varð ég spennt að prófa og fannst því upplagt að elda þennan gríska ofnrétt núna um helgina.

Ég skil vinsældir réttsins vel og það er óhætt að segja að hann hafi skotið sér beint á lista yfir uppáhaldsrétti hjá okkur. Marineringin á kjötinu gefur honum æðislega gott bragð og kalda sósan passar mjög vel með. Ég átti þetta hvítlauksbrauð niðurskorið í frystinum sem ég setti frosið í ofninn í stutta stund og bar fram með ofnréttinum ásamt köldu sósunni og ólívum. Þvílík veisla, við vorum öll stórhrifin og gefum máltíðinni hæstu einkunn.

Grískur ofnréttur

  • Kartöflubátar
  • 500 gr svínalund
  • 1 rauð paprika
  • 1 rauðlaukur
  • 1 askja kokteiltómatar
  • 1 fetakubbur

Marinering fyrir kjötið

  • 1 ½ dl olía (ekki ólívuolía)
  • 2 msk sojasósa
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 tsk engifer (krydd, ekki ferskt)
  • 1 ½ tsk sambal oelek (chilimauk sem fæst t.d. í Bónus)
  • salt og pipar

Köld sósa

  •  2 dl sýrður rjómi (1 box)
  • 3 msk majónes
  • 1 tsk ítalskt salatkrydd eða jurtakrydd
  • 1 pressað hvítlauksrif

Deginum áður:

Blandið hráefnunum í marineringuna saman. Skerið kjötið í ca 1 cm þykkar sneiðar og leggið í marineringuna. Látið standa í lokuðu boxi eða skál í ískáp í sólarhring.

Blandið hráefnunum í sósuna saman og geymið í ískáp.

Sama dag:

Hitið ofnin í 220°. Skerið kartöflur í báta og leggið í stórt eldfast mót eða ofnskúffu. Saltið og kryddið með smá chili explosion kryddi og setjið í ofninn í 20-25 mínútur.

Skerið rauðlaukin og paprikuna í báta og kirsuberjatómatana í fernt. Takið kartöflurnar úr ofninum og leggið niðurskorið grænmetið yfir þær. Leggið kjötið ásamt marineringunni yfir grænmetið og endið á að mylja fetakubbinn yfir kjötið. Setjið í ofninn í 20-25 mínútur.

Berið fram með köldu sósunni og jafvel ólívum og góðu brauði.

15 athugasemdir á “Grískur ofnréttur

  1. Alveg erum við systur samtaka og með sænsku bloggin á hreinu! Ég er nefnilega með kjötið í marineringu! 🙂 Núna er ég enn spenntari að elda þennan rétt á morgun!

    1. Svava, ég eldaði þennan rétt í gær fyrir Helgu, Sölva og ´strákana mína (19 ára) og hann var dásamlegur! Alveg frábær réttur og skemmtilegt blogg. Ég hlakka til að sjá meira frá þér. Takk, Birna (mamma Adda)

  2. Dásamleg uppskrift Svava! Ég hugsaði hlýtt til þín þegar Óli og stelpurnar hrósuðu mér fyrir eldamennskuna, þessa uppskrift ætla ég að endurtaka oft 🙂

  3. Ja Svava, eins og tu veist var mer send uppskriftin a emaili med tilvisun i bloggid titt og sidan ta hef eg alltaf aetlad ad elda – atti meira adsegja hvitlauksbraudid lika inni frysti ( sjalfsögdu tin uppskrift)- tessi griski rettur er algjör snilld!,, notadi kotilettur af tvi egtti taer og mer finnst alveg omissandi ad hafa olifur med og tessa sosu ( allir anga vel af hvitlauk)– nu er Heida og o ad koma og borda hja okkur og er buin adkveda ad hafa tetta t i matinn — eg er lika voda hrifin af mat sem er inni ofni svo madur geti gengid vel fra inni eldhusinu a medan…. SNILLDARUPPSKRIFT !!

  4. Mig langar svo að elda þennan rétt annað kvöld en get ekki sett kjötið í marineringu fyrr en á morgun. Helduru að 6 tímar dugi í marineringu? Og hvað er uppskriftin fyrir marga ca?

    1. Ég held að það hljóti að duga að marinera kjötið í 6 tíma þó ég hafi sjálf ekki prófað það. Ég myndi segja að uppskriftin væri fyrir 5 manns 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s