Matur hjá mömmu

Mamma hefur alltaf verið mikil áhugamanneskja um mat og er dugleg prófa nýja rétti. Hún er snillingur í eldhúsinu og það er alltaf gaman að fara í mat til hennar. Í kvöld bauð hún okkur lax og ég fékk hana til að gefa uppskriftina til að setja hingað inn. Ég mæli með því að þið prófið þennan rétt því hann er algjört æði.

  • 2 laxaflök (1,6 – 2 kg)
  • safi úr 2-3 sítrónum
  • paprikuduft
  • salt
  • pipar
  • 1 stór krukka sweet mango chutney
  • 1 lítil krukka mango chutney
  • 300 gr grófsaxaðar pistasíuhnetukjarna

Leggið flökin á álpappír og kreistið sítrónurnar yfir þau. Kryddið með paprikudufti, salti og pipar. Hrærið saman sweet mango chutney og mango chutney og smyrjið því á flökin. Að síðustu er hnetukjörnum dreift yfir. Bakið í 200 gr. heitum ofni í 15-20 mínútur (eftir stærð laxaflakanna). Stillið ofninn á grill síðustu 2-3 mínúturnar og fylgist vel með því að hneturnar brenni ekki. Einnig má elda laxinn á útigrilli.

Steinseljukartöflur

  • 2-3 msk smjör
  • 1 kg forsoðnar kartöflur
  • salt
  • pipar
  • 2 bollar söxuð steinselja

Bræðið smjör á pönnu og setjið kartöflurnar á pönnuna. Kryddið með salti og pipar. Blandið steinseljunni saman við rétt áður en kartöflurnar eru bornar fram.

Með þessu var borið fram einfalt salat; spínat, klettasalatsblanda, fræhreinsuð agúrka og fetaostur.

Í eftirrétt var boðið upp á ávaxtasalat með vanilluvispi. Það var fullkominn endir á æðislegri máltíð.

12 athugasemdir á “Matur hjá mömmu

  1. Prófaði Orange chicken í gærkvöldi og hvæilæik dýrð og dásemd, verð að birgja mig upp af sósunni góðu. Langar helst að kokka kjúllann aftur í kvöld, en ætla þó að hemja mig. Bloggið þitt er dásamlegt, takk fyrir að deila þessu lostæti þínu með öðrum. Sigríður hrafnhildur Jónsdóttir

  2. Gerði þennan í kvöld, reyndar með smá útúrdúr. Ég fann hvergi pistasíuhnetur né sweet mango chutney, svo ég notaði bara smá sweet chili sósu í staðinn fyrir hana og cashew hnetur í stað pistasíu. Hann var rosa góður 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s