Vikumatseðill

Vikumatseðill

Þessi árstími þykir mér alltaf svo skemmtilegur. Haustloftið er svo brakandi ferskt og svo ótrúlega gott og endurnærandi að fara í göngutúra. Við göngum oft Elliðarárdalinn því þar er nánast alltaf gott veður en Heiðmörk, Hvaleyrarvatn og svæðið í kringum Helgarfell (það þarf ekki alltaf að fara upp fjallið heldur er líka skemmtilegt að ganga í kringum það) sækjum við líka í. Þegar við höfum verið á þeim slóðum endum við göngutúrana oftar en ekki á Súfistanum.

Vikumatseðill

Annað sem mér þykir skemmtilegt við þennan árstíma er að verslanir fyllast af fallegum haustvörum. Ég ætla að sitja á mér þetta haustið þar sem ég náði að versla ágætlega af haustvörum á Spáni en bomsur fyrir veturinn og tvær notalegar peysur fengu að fylgja mér heim í vikunni. Það sem gerist líka alltaf á haustin er að ég ósjálfrátt fer að undirbúa heimilið fyrir veturinn. Fylli á kertalagerinn og kaupi eitthvað fallegt. Það þarf ekki að vera merkilegt, nýjar diskamottur, kertastjaka, lampa, gólfmottu…. bara eitthvað sem gerir heimilið notalegt. Þetta haustið langar mig einmitt í lampa til að hafa við hliðina á sófanum, ný vínglös og falleg skurðarbretti. Ég hef augastað á lampa og brettum, en er lítið fyrir skyndikaup og þarf því alltaf að velta þessu aðeins fyrir mér. Vínglösin hef ég fundið en þau fást ekki hér heima (alveg dæmigert!) og það virðist ekki auðsótt að fá þau send til Íslands. Leitin heldur því áfram. Annað sem breytist á haustinn er matarlöngunin, hún fer úr því að vilja léttari mat yfir í haustlega pottrétti sem fá gjarnan að sjóða lengi á eldavélinni, góð heimabökuð brauð og langar setur yfir kertaljósum við matarborðið.

Vikumatseðill

lax

Mánudagur: Lax með mango chutney og pistasíuhnetum

Spaghetti bolognese

Þriðjudagur: Spaghetti bolognese

Blómkálssúpa

Miðvikudagur: Blómkálssúpa

Ofnsteiktur kjúklingur með kartöflumús og dásamlegri sósu

Fimmtudagur: Ofnsteiktur kjúklingur með kartöflumús og dásamlegri sósu

Pretzelvafðar pylsur

Föstudagur: Pretzelvafðar pylsur

M&M kökulengjur

Með helgarkaffinu: M&M kökulengjur

Ein athugasemd á “Vikumatseðill

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s