Ofnsteiktur kjúklingur með kartöflumús og dásamlegri sósu

Við enduðum helgina á  einföldum og klassískum rétti, ofnsteiktum kjúklingi. Við fáum reglulega löngun í heilsteiktan kjúkling og viljum þá hafa kartöflumús og þessa dásamlega góðu sósu með. Sósan er nánast aðalatriðið og er algjörlega ómissandi. Við berum réttinn alltaf fram með rifsberjahlaupi, sem ég veit að hljómar furðulega en ég lofa að það fer vel með.

Dásamleg sósa með kjúklingi

  • 3 dl rjómi
  • 1 ½ dl sýrður rjómi
  • 1-2 kjúklingateningar
  • 1-2 msk sojasósa
  • 1-2 msk rifsberjahlaup
  • salt og hvítur pipar
  • maizenamjöl til að þykkja (eða 1 msk hveiti hrært út í smá vatn)

Blandið öllu saman í pott og látið suðuna koma upp. Sjóðið í 5 mínútur og smakkið til með sojasósu og rifsberjahlaupi (byrjið með 1 msk af hvoru og bætið við).

14 athugasemdir á “Ofnsteiktur kjúklingur með kartöflumús og dásamlegri sósu

  1. Sé að dóttir mín er efni í góðan kokk, hún er alltaf að biðja mig um að setja sýrðan rjóma í heita sósu. Það virkar greinilega 🙂 ps. Ofnsteiktur kjúlli er einn af mínum uppáhaldsréttum!

  2. Mmm þetta lúkkar aldeilis vel 🙂 Ekki er möguleiki að þú setjir inn hvernig þú gerir heilan kjúkling og svo þessa girnilegu kartöflumús. (Ég veit ekki hvort að þú hefur sett það inn hér áður en ég fann það ekki fljótu bragði undir uppskriftir). Skoða síðuna þína daglega, finnst þú frábær 🙂

    1. Ég elda heilan kjúkling alltaf í ofnpotti. Mér þykja þeir verða svo góðir við það og þeir verða þá ekki þurrir. Kjúklinginn krydda ég með einhverjum góðum kryddum, set í ofnpottinn og elda við 190° í 1 – 1 1/2 tíma.
      Kartöflumúsin var bara hefðbundin. Ég sauð kartöflurnar og stappaði þær með vel af smjöri, smá mjólk, hvítum pipar og salti. Ég set stundum líka smá sykur út í og finnst hún eiginlega best þannig 🙂

  3. Jæja tók þessu með þolinmæði, beið í 24 tíma, eldaði kjúklinginn og sósuna í kvöld. Algjört ljúfmeti. Takk elsku Svava mín fyrir að hrista svona upp í eldamennsku tengdamömmu og væntanlega er Gunnlaugur ennþá þakklátari.
    Þín Malín

  4. Takk fyrir frábærar uppskriftir sem smakkast alveg dásamleg.
    Langar reynar að fá spyrja þig hvort þú notar lokið þegar þú eldar kjúllann í ofnpottinum góða?
    Svo er ég líka ansi hrifin að sósukönnunni með spritkertinu undir, keyptirðu hana hér heima?

    1. Takk fyrir kveðjuna Laufey. Ég er alltaf með lokið á þegar ég elda kjúklinginn, hann verður þá svo mjúkur og góður og ekki þurr. Ef þú vilt fá húðina stökka þá getur þú tekið lokið af í lokin.
      Sósukönnuna keypti ég fyrir örugglega tveimur árum og minnir að það hafi verið í Kúnígúnd í Kringlunni.

  5. Takk fyrir dásamlega síðu. Elda reglulega eitthvað hérna og fjölskyldan alltaf jafn ánægð 🙂 Hvaða krydd notaru á kjúklinginn??

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s