Sandkaka með vanillufyllingu

Á meðan sunnudagssteikin er í ofninum ætla ég að nýta tímann og setja inn uppskrift af þessari mjúku og yndislegu sandköku með vanillufyllingu. Ég bakaði kökuna um síðustu helgi og lofaði að gefa uppskriftina en steingleymdi því síðan. Við erum svo hrifin af vanillukremi í bakstri og því kom ekki á óvart að okkur þætti þessi kaka góð. Uppskriftina fann ég á sænsku síðunni Allt om mat.

Sandkaka með vanillufyllingu

  • 3 dl sykur
  • 4 egg
  • 2 tsk lyftiduft
  • 3 dl hveiti
  • 1 dl sjóðandi vatn

Vanillufylling

  • 125 g smjör
  • 1 dl mjólk
  • 4 msk vanillusykur

Hitið ofninn í 200°. Hrærið sykur og egg saman þar til það verður ljóst og létt. Blandið lyftiduftinu við hveitið og hrærið saman við eggjablönduna. Hrærið að lokum vatninu saman við. Smyrjið 24 cm hringlaga bökunarform og setjið deigið í það. Bakið í miðjum ofni í ca 40 mínútur.

Bræðið smjörið í potti og bætið mjólkinni í. Bætið vanillusykrinum saman við og látið sjóða vel í ca 3 mínútur. Hrærið stöðugt í pottinum svo að mjólkin brenni ekki.

Takið sandkökuna úr ofninum. Deilið henni í tvo botna áður en hún kólnar. Setjið vanillufyllinguna yfir annan botninn og leggið kökuna saman. Púðrið flórsykri yfir kökuna áður en hún er borin fram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s