Ostakökubrownies

Tengdó sagði mér í gær að ein úr leikfimishópnum hennar hefði bakað þessa köku, sem ég gaf uppskrift að í Morgunblaðinu fyrir nokkrum vikum, og boðið leikfimishópnum upp á.  Mér skilst að kakan hafi vakið slíka lukku að þær hafi viljað fá uppskriftina. Mér þótti svo gaman að heyra þetta að ég fer að sjálfsögðu beint í að setja uppskriftina inn fyrir þær.

Mér þykir þessi kaka stórkostlega góð og Malín dóttir mín gæti lifað á henni. Það er alveg óhætt að gera hana með dags fyrirvara því hún verður bara betri við það. Mér þykir kakan best köld úr ískápnum og ekki skemmir að hafa léttþeyttan rjóma með.

Ostakökubrownies

Ostakökudeig:

 • 300 gr Philadelphiaostur
 • 1 tsk vanillusykur
 • ¾ dl sykur

Browniesdeig:

 • 2 egg
 • 100 gr smjör
 • 2 dl sykur
 • 3 msk kakó
 • 2 dl hveiti
 • ½ tsk lyftiduft
 • 1 dl grófhakkaðar pekan- eða kasjúhnetur (gjarnan saltaðar)

„Fudge“glassúr:

 • 40 gr smjör
 • 1 msk mjólk
 • 1 ½ dl flórsykur
 • 2 msk kakó
 • Kasjú- eða pekanhnetur sem skraut

Hitið ofninn í 180° og klemmið bökunarpappír fastan í botninn á 20 sm smelluformi.

Ostakökudeig:  Hrærið saman Philadelphiaosti, vanillusykri og sykri. Leggið til hliðar.

Browniesdeig: Hrærið egg og sykur þar til blandan verður ljós og létt. Setjið smjör og kakó í pott og hitið við vægan hita þar til smjörið er bráðnað og búið að blandast saman við kakóið. Hrærið smjörinu saman við eggjablönduna. Bætið að lokum hveiti, lyftidufti og hökkuðum hnetum saman við.

Látið helminginn af deiginu í botninn á forminu og sléttið úr því. Breiðið ostakökudeiginu varlega yfir þannig að það nái alveg út í kantana. Breiðið afgangnum af browniesdeiginu yfir. Bakið í neðri hlutanum af ofninum í um 30 mínútur. Látið kökuna kólna í forminu.

„Fudge“glassúr: Bræðið smjörið með mjólkinni í potti. Hrærið flórsykri og kakói saman við og látið blönduna sjóða við vægan hita í um mínútu. Breiðið glassúrinn yfir kökuna og skreytið með hnetum.  Látið kökuna kólna í ískáp þar til glassúrinn hefur harðnað.

6 athugasemdir á “Ostakökubrownies

 1. Prófaði þessa í gærkvöldi og bauð upp á heitt mintusúkkulaði og þeyttan rjóma með og hún er…….já við erum orðlaus þetta er einföld en rosalega góð kaka. Ég nota síðuna þína mikið er búin að baka öll brauðin og elda nokkra rétti og þetta bragðast allt vel og er einfalt og skemmtilegt að búa til. Takk kærlega fyrir mig.

  Kveðja Sigríður

 2. Elsku frænka, bakaði þessa köku í gær…. EEEeeenn sé mest eftir þvi að hafa ekki tekið mynd af herlegheitunum og sent þér. Ég nánast lá í gólfinu af hlátri. Vesenið byrjaði allt þegar ég setti „glassúrið“ á kökuna. Það lak niður af disknum í allar áttir, á borðið og endaði á gólfinu og ég að reyna að bjarga því með að skafa upp með beittum hníf. Kakan fór að lokum inn í ísskáp og ég smakkaði eina sneið í gær. ALLLLVEGGG hrikalega góð kaka en var nú helst lítið glassúr sem sást.
  Mæli með henni en augljóst að það eru ekki allir með þína hæfileika! Held að dóttirin hafi gert ummæli á FB að mamma sín væri að baka! lol

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s