Blómkálssúpa

Ég var ekkert að flækja hlutina í kvöld og eldaði blómkálssúpu í matinn. Okkur finnst hún alltaf jafn góður og notalegur matur. Blómkálssúpuna elda ég oft enda einföld, fljótleg og að mínu mati mjög góður hversdagsmatur. Það þarf bara að eiga blómkálshaus og smá rjómaslettu til að geta töfrað fram góðan kvöldverð á svipstundu.  Ég á alltaf baguette brauð frá Délifrance í frystinum sem ég kaupi frosið í matvörubúðinni og þykir þægilegt að geta gripið í og hitað til að hafa með súpunni.

Ég geri alltaf súpur frá grunni og get ekki ímyndað mér að pakkasúpur séu góðar. Það er án nokkurns vafa hægt að finna fínni uppskriftir að blómkálssúpum en okkur þykir þessi svo góð og hún klikkar aldrei.  Í kvöld ákvað ég að skrifa niður hvernig ég geri súpuna ef einhvern langar að prófa. Uppskriftin er ekki heilög og mér dytti ekki í hug að fara út í búð eftir öðru hráefni en blómkálinu. Ef ég á ekki rjóma þá nota ég meiri mjólk, ef ég á ekki grænmetistening þá nota ég bara kjúklingatening og öfugt. Það virðist ekki skipta neinu máli, súpan verður alltaf góð.

Blómkálssúpa

 • stór blómkálshaus
 • 50 gr smjör
 • 1 dl hveiti
 • 6-7 dl soð
 • 2 dl rjómi
 • 3 dl mjólk
 • 1 grænmetisteningur
 • 1 kjúklingateningur
 • hvítur pipar
 • salt

Skerið blómkálshausinn niður og setjið í pott. Hellið vatni þannig að rétt fljóti yfir og sjóðið þar til blómkálið verður mjúkt.

Í öðrum potti er smjörið brætt og hveitinu hrært saman við. Bætið blómkálssoðinu smám saman í pottinn og hrærið vel á milli. Bætið rjómanum, mjólkinni og teningunum út í. Leyfið að sjóða saman um stund og smakkið til með hvítum pipar og salti. Ef súpan er bragðlítil þá er bætt við meiri krafti. Bætið að lokum blómkálinu í pottinn og leyfið að sjóða saman um stund áður en súpan er borin fram.

Ég leyfi töfrasprotanum stundum að mauka blómkálið áður en ég ber súpuna fram og hef alltaf brauð með súpunni.

24 hugrenningar um “Blómkálssúpa

 1. Átti blómkálshaus inni í ísskáp sem var kominn á síðasta séns, ákvað því að prófa þessa súpu. Hún sló þvílíkt í gegn hjá öllum í fjölskyldunni, eldri stelpan mín fékk sér meira að segja aukaskammt en það gerist nánast aldrei hjá henni. Bætti reyndar smá gráðosti útí (sem einnig var á síðasta séns haha) og það gerði bara gott.

 2. Ætla að gera þessa í þriðja skiptið! Fannst kurteisi að kvitta fyrir mig af þeim sökum ;o) Stórskemmtileg síða hjá þér. Góður „venjulegur“ matur, fallegar myndir og persónulegt krydd.. Takk

 3. Gerdi tettaum daginn f tengdaforeldra mina af tvi mömmu hans bjarna finnst blomkal svo gott.- var alveg hreint otrulega einfalt og mjööög gott- tau voru himinlifandi og hun skodar siduna tina potttettnuna ( mamma hans bjarna) – tetta geri eg potttett aftur!-

 4. Bakvísun: Blómkálssúpa með beikoni | Ljúfmeti og lekkerheit

 5. Bakvísun: Bóndabrauð, blómkálssúpa og dönsk súkkulaðikaka. | svanabj

 6. Þessi er alveg frábær, einföld og góð. Notaði reyndar kókoshveiti í stað venjulegs hveitis og var bara ánægð með útkomuna, örlítill kókoskeimur sem mér fannst skemmtileg tilbreyting 🙂

 7. Bakvísun: Vikumatseðill | Ljúfmeti og lekkerheit

 8. Bakvísun: Vikumatseðill | Ljúfmeti og lekkerheit

 9. Ég verð að þakka kærlega fyrir þessa uppskrift – önnur eins hrós hef ég aldrei hlotið fyrir eldamennsku áður! Benti að sjálfsögðu á hvar uppskriftina er að finna!
  -L

 10. Þessi uppskrift hljómar ekkert smá vel! Hlakka til að prófa 🙂 Kærastinn minn er því miður með mjólkuróþol… hefur einhver prófað að nota kókosmjólk í staðinn fyrir venjulega mjólk/rjóma?

 11. Bakvísun: Vikumatseðill | Ljúfmeti og lekkerheit

 12. Bakvísun: Tacos með rauðum linsubaunum | Ljúfmeti og lekkerheit

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s