Blómkálssúpa með beikoni

Blómkálssúpa með beikoni Það virðist við hæfi að kveikja á kertum og hlýja sér við eldhúsborðið yfir góðri súpu í þessu fárviðri. Reyna að gera það besta úr stöðunni og hafa það notalegt heima fyrir með því að elda mat, horfa á góðar bíómyndir og taka í spil. Blómkálssúpa með beikoni Krakkarnir fá ekki nóg af blómkálssúpu (uppáhalds uppskriftin er hér) og ég elda hana ansi oft, enda bæði ódýr og góð máltíð. Mér þykir þó alltaf svo spennandi að prófa nýjungar og þegar ég rakst á þessa uppskrift á sænsku matarbloggi var ég fljót að setja hana á matseðilinn. Blómkálssúpa með beikoni Verður ekki allt aðeins betra með beikoni? Ég er farin að hallast að því. Mér þótti beikonið lyfta soðna fiskinum upp á hærra plan (uppskrift hér) og ekki var það síðra með blómkálssúpunni. Súpan ein og sér er líka sérlega bragðgóð. Dásamlega góð máltíð sem vert er að prófa. Blómkálssúpa með beikoni

  • 1 blómkálshaus
  • 1 lítill laukur
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 grænmetisteningur
  • 3 dl vatn
  • 3 dl rjómi
  • 2 dl sýrður rjómi
  • salt og pipar
  • beikon

Skolið og skerið blómkálið í bita. Afhýðið og fínhakkið lauk og hvítlauk. Hitið ólívuolíu við miðlungshita í rúmgóðum potti og steikið lauk og hvítlauk þar til laukurinn er orðinn mjúkur og glær. Hellið vatni, rjóma, sýrðum rjóma, grænmetisteningi og blómkáli í pottinn og látið suðuna koma upp. Látið sjóða þar til blómkálið er orðið mjúkt. Maukið súpuna með töfrasprota þar til hún er slétt (má sleppa). Smakkið til með salti og pipar.

Skerið beikonið í bita og steikið þar til það er stökkt. Berið beikonið fram með súpunni.  

2 athugasemdir á “Blómkálssúpa með beikoni

  1. Namm. Girnilegt og tilvalið í þessu veðri sem gengur yfir þessa dagana. … og já, beikon gerir allt betra 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s