Ég er búin að lofa Ögga sjónvarpskvöldi og kíki því bara stutt inn í kvöld. Kvöldmaturinn var ljúffengur heimagerður skyndibiti sem var fullkomnaður með dásamlegum eftirrétti. Uppskriftin að kvöldmatum er einföld:
Sarek tunnbröd. Kartöflumús.
Boston gúrka.
Tvær soðnar (eða grillaðar) pulsur.
Tómatsósa og gott sinnep.
Hrár og steiktur laukur.
Vafið upp og borðað.
Eftirrétturinn var himneskur. Uppskriftina finnið þið hér.
Fást kleinuhringjamót í rvk? mig hefur lengi langað að baka kleinuhringi.
Já, ég var að kaupa það í dag í búð sem heitir Allt í köku og er í Ármúla. Kostar 2990 kr. 🙂
Þeir eru svo fínir og fallegir hjá þér. Ég græt nú samt smá að ég á þá ekki inni beikonvöfflur hjá þér 😉
Beikonvöfflu/kleinuhringjadíllinn stendur enn! Þetta græðgiskast mitt í kvöld hafði engin áhrif á hann 🙂
Sent from my iPhone
Líst vel á þetta og ætla að prófa í kvöld, elska Boston gúrku með pylsum og varð ekkert smá glöð þegar farið var að selja þær hérna. En er hægt að kaupa Sarek tunnbröd allstaðar – man ekki eftir að hafa séð þetta í búðum.
Ég hef verið að kaupa Sarek tunnbröd í Bónus en það fæst eflaust á fleiri stöðum.
Sent from my iPhone