Þessar vikur bjóða upp á hvern aukafrídaginn á fætur öðrum og fjögurra daga vinnuvikur fara að vera hversdagslegar. Þvílíkur lúxus! Ég sé fram á rólega viku og bind miklar vonir við að veðrið verði til friðs og hægt verði að viðra sig á milli máltíða. Matseðill vikunnar er einfaldur og góður. Ég vona að vikan verði það líka ♥
Vikumatseðill
Mánudagur: Ítalskur lax með fetaostasósu
Þriðjudagur: Innbakað nautahakk
Miðvikudagur: Tómatsúpa
Fimmtudagur: Þunnbrauðsvefja með pylsum og kartöflumús
Föstudagur: Pasta með kjúklingi í pestórjómasósu
Með helgarkaffinu: Skúffukaka með karamellukremi
Gaman að lesa færslurnar frá þér.
-B