Innbakað nautahakk

Innbakað nautahakk

Í þessu fráleita vorveðri sem kvelur mig með nærveru sinni þessa dagana er þrennt sem fær mig til að brosa:

1. Á þriðjudaginn hitti ég saumaklúbbinn minn úti á Gróttu og við gengum þaðan niður í bæ í blíðskaparveðri. Þegar við komum í bæinn settumst við inn á Grillmarkaðinn og borðuðum æðislegan mat. Gott veður, stórgóður matur og frábær félagsskapur fullkomnuðu kvöldið og ég er enn í hamingjukasti.

2. Við Öggi erum að fara á árshátíð um helgina og ætlum að gista á hóteli. Við stefnum líka á fjallgöngu en ég verð að viðurkenna að veðurspáin dregur örlítið úr göngugleðinni. Ég er búin að fá mér nýjan kjól og varalit sem er klárlega út af fyrir sig ákveðið gleðiefni.

3. Innbakað nautahakk! Það þykir eflaust furðulegt gleðiefni en þegar ég sá hvað fjölskyldan var ánægð með þennan létta kvöldverð þá gat ég ekki annað en brosað.

Innbakað nautahakk

Innbakað nautahakk

  • 500 g nautahakk
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 tsk salt
  • 3 msk tómatpuré
  • 1 tsk sambal oelek
  • 1 tsk oregano
  • 2 dl rifinn ostur
  • 2 plötur smjördeig
  • 1 egg
  • 1 msk smjör
  • timjan

Afhýðið og hakkið lauk og hvítlauk. Steikið laukana ásamt nautahakki í smjöri. Bætið salti, tómatpuré, sambal oelek og oregano saman við. Látið blönduna kólna.

Innbakað nautahakk

Rúllið smjördegsplötunum út og leggið aðra plötuna á smjörpappír. Setjið nautahakksblönduna ofan á smjördeigsplötuna og stráið osti yfir. Leggið seinni smjördeigsplötuna yfir og lokið fyrir endana. Penslið með eggi og stráið timjani yfir. Bakið við 200° í 25 mínútur. Berið fram með salati.

8 athugasemdir á “Innbakað nautahakk

  1. Dásamlega girnilegt eins og allt hjá þér Svava mín! Takk fyrir frábæra göngu (ég ætla að æfa mig í að ná gönguhraða þínum! 😉 ) og æðislegt kvöld á Grillmarkaðnum! Það er alltaf svo gaman hjá okkur, ekki síst aðdragandinn og eftirmálarnir í tölvupóstum, á Instagram og á Facebook! 😉

    1. Takk sömuleiðis fyrir æðislegt kvöld! Það er alltaf jafn gaman og endurnærandi að hittast 🙂 Við þyrftum helst að gera þetta í hverri viku og vera síðan í Instagram, tölvu- og Facebooksamskiptunum þess á milli! 🙂

  2. Nú spyr ég eins og algjör illi, en er hægt að kaupa tilbúið smjördeig og ef svo er hvar er það vanalega geymt í búðinni.
    Kv. Sandra

    1. Ég hefði auðvitað átt að taka það fram að ég nota tilbúið frosið smjördeig. Þú finnur það í frystinum í búðinni á svipuðum stað og hvítlauksbrauðin eru geymd 🙂

  3. Sæl, frábær síða hjá þér. Ég hef eldað eftir ótal uppskriftum á þessari síðu 🙂 Ég sé að það er smá sósa með á diskinum 🙂 Hvernig sósu berðu fram með þessum rétt?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s