Kjötbollur með fetaosti í rjómasósu

Í síðustu viku var ég með kjötbollur í kvöldmatinn en þær eru alltaf vinsælar hér heima. Ég reyni að eiga alltaf kjötbollur í frystinum til að grípa til þegar ég hef ekki tíma til að elda og það hefur oft komið sér mjög vel. Krakkarnir elska kjötbollur með makkarónum og tómatsósu, sem er einn fljótlegasti kvöldmatur sem hægt er að elda. Það slær þó fátt heimagerðum kjötbollum við, með rjómasósu, kartöflum og sultu. Þessar eru svo góðar að þegar tengdasonurinn átti í skólaverkefni að nefna þrjá góða hluti sem gerðust í vikunni fóru kjötbollurnar beinustu leið á listann. Það verða að teljast nokkuð góð meðmæli!

Kjötbollur með fetaosti í rjómasósu – uppskrift fyrir 4-5

 • 500 g nautahakk
 • 5 msk rifið brauð
 • 1/2 dl mjólk
 • 1 tsk season salt
 • smá pipar
 • 150-200 g fetaostur
 • rjómi
 • kálfakraftur
 • sojasósa
 • rifsberjahlaup

Blandið nautahakki, brauðraspi, mjólk, kryddi og fetaosti saman og rúllið í bollur. Steikið bollurnar í smjöri. Takið bollurnar af pönnunni og látið suðuna koma upp. Smakkið til með kálfakrafti (kalvfond), sojasósu og rifsberjahlaupi. Setjið bollurnar í sósuna og látið sjóða í nokkrar mínútur.

Berið fram með kartöflum og salati.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 

Pastagratín

Í síðustu viku eldaði ég pastagratín í kvöldmat. Uppskriftin reyndist svo stór að hún dugði okkur í kvöldverð tvö kvöld í röð og í nesti fyrir tvo!  Í hversdagsamstrinu, og sérstaklega þegar skutl á æfingar lendir á matartíma, þykir mér algjör lúxus að þurfa ekki að hafa meira fyrir kvöldmatnum en að hita upp frá deginum áður. Bragðið verður bara meira og betra þegar rétturinn hefur fengið að standa og það má alltaf hafa annað meðlæti fyrir þá sem vilja tilbreytingu.

Við borðuðum gratínið í nokkrum ólíkum útfærslum. Sumir fengu sér hvítlauksbrauð og tómatsósu með því á meðan ég hrúgaði parmesan yfir réttinn og fékk mér spínatsalat með fetaosti og balsamikgljá  með. Súpergott!

Pastagratín – uppskrift fyrir 6-8 (eða jafnvel 10-12!)

 • 400 g spaghetti
 • 2 kúlur af mozzarella

Kjötsósan

 • 400 g nautahakk
 • 400 g hakkaðir tómatar í dós
 • 400 g tómatmauk í dós
 • 1 laukur
 • 4 hvítlauksrif
 • 2 tsk þurrkað oregano
 • 2 tsk þurrkuð basilika
 • 2 tsk paprikukrydd
 • 1-2 tsk dijonsinnep (má sleppa)
 • 1 msk sojasósa
 • 1 msk balsamikedik eða sykur
 • 1 grænmetisteningur
 • smá chili explotion krydd eða sambal oelek
 • salt og pipar

Sósa

 • 5 dl sýrður rjómi
 • 150 rifinn ostur
 • 1 hvítlauksrif, pressað

Yfir réttinn

 • 50 g rifinn ostur
Skerið lauk smátt. Hitið olíu á pönnu og mýkið laukinn. Bætið nautahakkinu á pönnuna ásamt pressuðum hvítlauki og kryddið með oregano og basiliku. Steikið þar til nautahakkið er fulleldað. Bætið hökkuðum tómötum, tómatmauki, paprikukryddi, dijonsinnepi, sojasósu, balsamikediki, chili explotion og grænmetisteningi á pönnuna og látið sjóða saman undir loki í 20-30 mínútur. Smakkið til með salti og pipar.
Sjóðið spaghetti eftir leiðbeiningum á pakkningu, hellið vatninu frá og leggið til hliðar.
Hrærið sýrðum rjóma, rifnum osti og pressuðu hvítlauksrifi saman. Skerið mozzarella í þunnar sneiðar.

Samsetning:

Setjið helminginn af sýrða rjóma sósunni í botninn á eldföstu móti (í ca stærðinni 25 x 30 cm). Setjið spaghettí yfir. Setjið hinn helminginn af sýrða rjóma sósunni yfir og leggið mozzarellasneiðar yfir. Setjið kjötsósuna yfir og leggið sneiðar af mozzarella yfir kjötsósuna. Endið á að setja rifinn ost yfir réttinn. Setjið í 200° heitan ofn í 20-30 mínútur.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

Ofnbakaðar kjötbollur í dásamlegri kóksósu

Það er alltaf gaman að bæta smá hversdagslúxus í tilveruna og sérstaklega þegar flensan hefur legið á heimilisfólki lengur en við kærum okkur um. Þá er nánast lífsnauðsynlegt að gera vel við sig með góðum mat og huggulegheitum. Það gerðum við einmitt í gærkvöldi.

Ég eldaði kjötbollur sem urðu svo góðar að það var ekki svo mikið sem skítugur diskur eftir. Og til að toppa allt þá ákvað Hannes að rjúka í vínbúðina rétt fyrir lokun og kaupa rauðvín með matnum. Á meðan lagði ég á borð og síðan sátum við lengi yfir matnum og dásömuðum hann í bak og fyrir.

Þessar kjötbollur eru æðislegar og henta bæði með pasta og parmesan, eins og við gerðum, eða sem pinnamatur á veisluborðið. Ég hefði þó mátt taka þær aðeins fyrr úr ofninum til að fá meiri sósu. Hún þykknar nefnilega eftir því sem bollurnar eru lengur í ofninum. Ef þið ætlið að nota þær sem pinnamat mæli ég með að gera bollurnar minni og hafa þær í ofninum örlítið lengur því þá þykkist sósan og hjúpar bollurnar betur. Sósan er bragðmikil og ólýsanlega góð.

Ofnbakaðar kjötbollur í dásamlegri kóksósu – uppskrift fyrir 5 (sem kvöldverður)

 • 500 g nautahakk
 • 1 dl brauðraspur
 • 1 egg
 •  1 msk vatn
 • 1 laukur, fínhakaður og skipt í tvennt (helmingur í bollurnar og helmingur í sósuna)
 • 1/2 tsk ítölsk hvítlauksblanda (ég var með frá Pottagöldrum)
 • 1 lítil græn paprika, fínhökkuð og skipt í tvennt (helmingur í bollurnar og helmingur í sósuna)
 • salt
 • pipar
 • 2 hvítlauksrif, pressuð
 • 2,5 dl tómatsósa (ég var með stevíu tómatsósuna frá Felix)
 • 2,5 dl kók
 • 2 tsk worcestershire sósa

Hitið ofn í 180° og spreyið 20×30 cm eldfast mót með olíu.

Blandið vel saman nautahakki, brauðraspi, eggi, vatni, hálfum fínhökkuðum lauki, hálfri fínhakkaðri papriku, hvítlaukskryddi, salti og pipar. Rúllið blöndunni í bollur og raðið í eldfasta mótið.

Setjið hálfan fínhakkaðan lauk, hálfa fínhakkaða papriku, pressuð hvítlauksrif, tómatsósu, kók, worcestershire sósu, salt og pipar í skál og hrærið saman. Hellið yfir kjötbollurnar og setjið í ofninn í 50-60 mínútur. Snúið bollunum í sósunni tvisvar á meðan þær eru í ofninum.  Athugið að ef það á að nota kjötbollurnar sem pinnamat er gott að hafa bollurnar aðeins lengur í ofninum (60 mínútur) til að þykkja sósuna. Ef það á að borða þær með pasta er betra að hafa þær í styttri tíma, til að fá meiri sósu.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Hakkabuff með karamelluseruðum lauki og rjómasósu

Í dag var fyrsti vinnudagurinn minn eftir sumarfrí og lífið því dottið aftur í sína eðlilegu rútínu. Eins og mér þykir æðislegt að vera í fríi þá finnst mér alltaf jafn gaman þegar allt hefst að nýju eftir sumarið. Hversdagsrútínan er notaleg!

Mér þykir svona heimilismatur alveg hreint dásamlega góður og sérstaklega núna þegar það eru nýjar kartöflur í búðunum. Við létum okkur nægja að bera hann bara fram með nýjum kartöflum og sultu en bæði hrásalat og ferskt salat fer auðvitað stórvel með.

Hakkabuff með karamelluseruðum lauki og rjómasósu (uppskrift fyrir 4)

 • 600 g nautahakk
 • 1/2 dl brauðrasp
 • 1/2 dl rjómi
 • 1 dl mjólk
 • 1 egg
 • 1 laukur
 • 2 tsk salt
 • svartur pipar
 • 1 tsk sykur

Blandið rjóma, mjólk og brauðraspi saman í skál og látið standa í 5 mínútur. Setjið hakkaðan lauk, egg, salt, sykur og pipar saman við og notið töfrastaf til að blanda öllu saman. Setjið að lokum nautahakkið saman við og blandið öllu vel saman. Mótið buff og steikið upp úr vel af smjöri.

Karamelluseraður laukur

 • 3 gulir laukar
 • salt
 • sykur
 • pipar
 • smjör

Skerið laukinn þunnt niður. Bræðið smjör á pönnu og setjið laukinn á. Steikið við miðlungshita (passið að hafa hitann ekki of háann), laukurinn á að mýkjast og fá smá lit. Hrærið annað slagið í lauknum. Setjið salt, sykur og pipar eftir smek undir lokin og látið laukinn karamelluserast.

Rjómasósa

 • steikingakraftur frá hakkabuffinu
 • 2 dl rjómi
 • 2 dl sýrður rjómi
 • 1-2 grænmetisteningar
 • salt og pipar
 • sojasósa
 • maizena til að þykkja.

Blandið öllu saman í pott og látið sjóða saman. Smakkið til! Endið á að þykkja með maizena eftir smekk.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Tortillakaka

Sumarið virðist ekki að dekra við okkur með veðurblíðu í ár og ég verð að viðurkenna að mér þykir ágætt að vera ekki komin í sumarfrí. Þessa dagana snýst lífið aðallega um að vinna, skulta og sækja á æfingar og horfa á The Good Wife á Netflix á kvöldin (ef einhver hefur ekki séð þættina þá mæli ég hiklaust með þeim – svo góðir!). Síðan borðum við gott á hverju kvöldi, eins og þessa tortilluköku sem var stórkostlega góð. Ég bar hana fram með guacamole, sýrðum rjóma, ostasósu, salsa, nachos og salati. Þvílík veisla!

Tortillakaka (uppskrift fyrir 4-6)

 • 1 pakkning með 8 tortillum (medium stærð)
 • 500 g nautahakk
 • 1 poki tacokrydd
 • 100 g rjómaostur (mér finnst gott að nota philadelphia rjómaostinn)
 • 1 dl rjómi
 • 150 g maísbaunir
 • 1/2 krukka chunky salsa
 • salt og pipar
 • um 300 g rifinn ostur

Steikið nautahakkið og kryddið með tacokryddinu. Hrærið rjómaosti, rjóma, salsa og maísbaunum saman við og smakkið til með salti og pipar.

Smyrjið smelluform (hægt að sleppa því og raða tortillakökunum beint á ofnplötu) og setjið tvær tortillakökur í botninn á forminu. Setjið 1/3 af fyllingunni yfir og smá rifinn ost. Setjið tvær tortillur yfir og endurtakið (þannig að það verði 3 lög af fyllingu). Endið með tortillaköku efst og stráið restinni af ostinum yfir. Setjið í 200° heitann ofn í 20-25 mínútur.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Quesadillas með nautahakksfyllingu

Það er æðisleg veðurspá fyrir helgina og eflaust margir sem ætla nýta veðurblíðuna til að grillla. Ég dró strákana með mér í hot yoga tíma áðan og þegar við komum heim var Hannes búinn að grilla steikur fyrir okkur. Lúxus! Það leynast margar góðar grilluppskriftir hér á síðunni og ef einhverjum vantar hugmyndir fyrir helgina þá langar mig að með að mæla með þremur uppskriftum sem eru í sérlegu uppáhaldi hjá mér:

Dásamlegur bbq-kjúklingur þar sem öllu er skellt saman í álpappír og grillað. Það gerist ekki einfaldara!

Humarpizza sem er svo góð að það nær engri átt.

Grilluð tandoori lambalund með salati, nanbrauði og raita. Slær alltaf í gegn!

Og fyrir þá sem ætla sér ekki að grilla kemur hér súpergóð hugmynd að kvöldverði, quesadillas með nautahakksfyllingu. Svo brjálæðislega gott!! Hér var barist um sneiðarnar og ég mun klárlega gera tvöfalda uppskrift næst. Ég veit að uppskriftin virðist löng og með mörgum hráefnum en flest hráefnanna leynast örugglega í eldhússkápnum. Síðan er líka lítið mál að breyta uppskriftinni eftir því sem til er í skápunum.

Quesadillas með nautahakksfyllingu

Nautahakksfyllingin:

 • 1 bakki nautahakk
 • svartur pipar
 • paprikukrydd
 • oregano
 • cumin
 • 1/2 dl vatn
 • 1 msk soja sósa
 • 1 msk sweet chili
 • 1 hvítlauksrif
 • 1 msk tómatpuré

Steikið nautahakkið og kryddið eftir smekk (smakkið til!). Bætið vatni saman við og látið sjóða saman við vægan hita í 5 mínútur. Bætið þá sojasósu, sweet chili, hvítlauksrifi og tómatpuré saman við, blandið vel og látið allt sjóða saman í 2-3 mínútur.

Sósan:

 • 1 dós hakkaðir tómatar
 • 1 tsk oregano
 • svartur pipar
 • cayenne pipar
 • salt

Blandið öllu í pott og látið sjóða saman.

Guacamole

 • 1 avokadó
 • 1 dl sýrður rjómi
 • 1 hvítlauksrif, pressað
 • fínrifið hýði af 1 sítrónu
 • cayenne pipar
 • salt

Stappið avókadóið og hrærið saman við hin hráefnin.

Til að setja saman:

 • tortillur
 • jalapeno
 • maísbaunir
 • rifinn ostur

Setjið nautahakk, maísbaunir, sósu, rifinn ost og jalapeno á hverja tortillu. Brjótið tortilluna saman í hálfmána ost steikið á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Skerið í sneiðar og berið strax fram með salati og guacamole.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

Nautahakkshamborgarar

Í kvöld fer lítið fyrir eldamennskunni hjá mér því ég er að fara í saumaklúbb. Áður en ég fer ætla ég þó að hendast í Hagkaup í Smáralindinni því ég sá að það er 20% afsláttur af snyrtivöru þar í kvöld út af konukvöldi. Tímasetningin gæti ekki verið heppilegri því ilmvatnið mitt er að klárast og augnblýanturinn er á síðustu metrunum. Síðan má alltaf á sig glossum bæta, sérstaklega þegar það er afsláttur. Áður en ég hleyp út má ég þó til með að setja inn uppskrift af nautahakkshamborgurum sem mér þykja passa svo vel á helgarmatseðilinn. Ég sá þá fyrir löngu á Pinterest og lét loksins verða af því að elda þá um daginn. Einfaldir og súpergóðir!

Nautahakkshamborgarar – lítillega breytt uppskrift frá Kevin & Amanda

 • 450 g nautahakk
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk pepper
 • 1 tsk kúmin (ath. ekki kúmen)
 • 1 tsk sinnepsduft
 • 1/2 tsk reykt paprika
 • 2 bollar hakkaður laukur (ca 1 stór eða 2 litlir laukar)
 • 3-4 hvítlauksrif, fínhökkuð
 • 2 dl hakkaðir tómatar í dós með chili (ég var með frá Hunts)
 • 1 tsk sykur
 • 1 nautateningur
 • ostur (ég var með cheddar ost)
 • 6 hamborgarabrauð

Gljái

 • 1/2 bolli (8 msk) smjör
 • 2 msk púðursykur
 • 1 msk Worcestershire sósa
 • 1 msk sinnep
 • 1 msk sesamfræ

Hitið ofninn í 175° og smyrjið eldfast mót sem rúmar 6 hamborgarabrauð.

Hitið pönnu vel og setjið hakkið á pönnuna. Látið það brúnast vel og kryddið með salti, pipar, kúmin, sinnepsdufti og reyktri papriku. Bætið lauk og hvítlauk á pönnuna og steikið áfram þar til laukurinn er mjúkur. Hrærið hökkuðu tómötunum saman við og látið sjóða saman í smá stund.

Setjið neðri helmingana af hamborgarabrauðunum í eldfasta mótið. Setjið nautahakkið yfir og ost í sneiðum (gott að setja vel af honum). Setjið lokin af hamborgarabrauðunum yfir.

Setjið öll hráefnin í gljáann í pott og hitið þar til allt hefur blandast vel saman. Hellið yfir hamborgarana og setjið í ofninn í um 25 mínútur.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í