Stökkt grænkálssnakk

Einn af saumaklúbbunum sem ég er í fagnar 20 ára afmæli í ár. 20 ár!! Við byrjuðum að hittast þegar við vorum flestar nýbakaðar mæður og í ár, sem er nánast eins og korteri síðar, eru ungviðin að útskrifast sem stúdentar. Lífið þýtur hjá!

Við hittumst um daginn hjá Sigrúnu vinkonu minni og eins og henni er von og vísa þá svignaði borðið undan kræsingum. Í forsnakk (… þegar ég skrifa þetta læðist að mér smá efi um að það hafi kannski ekki átt að vera for-neitt, heldur bara verið sett fyrst á borðið fyrir tilviljun og ég hafi verið dóni sem gúffaði því í mig áður en sagt var gjörið svo vel) bauð hún upp á grænkálssnakk sem var alveg brjálæðislega gott. Ég sendi henni auðvitað skilaboð daginn eftir til að fá uppskriftina. Uss ja….það er nú ekki flókið, geri þetta daglega orðið, var svarið. Og það er rétt hjá henni, þetta er ekki flókið. Tekur svipaðan tíma og að rista brauð!

Grænkálssnakk

Blöðin eru rifin af grænkáli, sett í skál eða poka og velt upp úr dassi af ólífuolíu. Því næst er dreift jafnt úr þeim yfir ofnplötu (setjið bökunarpappír undir). Kryddið með sjávarsalti og chili explosion og bakið við háan blásturshita (225°) í nokkrar mínútur. Það þarf að vakta ofninn á meðan grænkálið er í honum og jafnvel snúa kálinu. Opnið ofninn annað slagið og tínið út það sem er orðið stökkt.

 

Ein athugasemd á “Stökkt grænkálssnakk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s