Kartöflugratín með nautahakki

Ég fór í smá göngu með vinkonum mínum í veðurblíðunni í gærkvöldi. Ég setti inn myndir á Instagram stories og fékk í kjölfarið þónokkrar fyrirspurnir um hvar við vorum. Fyrir áhugasama þá gengum við frá Vífilsstaðavatni upp að Gunnhildi og yfir í Heiðmörk. Mjög falleg og skemmtileg leið sem óhætt er að mæla með. Við byrjuðum þó ferðina á að leggja bíl með veitingum í Heiðmörk og keyrðum síðan yfir að Vífilsstaðarvatni með hina bílana. Þegar við komum í Heiðmörk beið okkar því æðislegt pastasalat með dressingu og litlar prinsessutertur úr Ikea, sem Sigrún vinkona mín var búin að græja. Við fengum meira að segja kvöldsól yfir matnum! Frábært kvöld í alla staði.

Áður en ég lagði af stað eldaði ég súpu handa krökkunum en um daginn gerði ég hins vegar kartöflugratín með nautahakki sem okkur þótti mjög gott. Uppskriftina fann ég á Hemmets Journal og þurfti að hafa heilmikið fyrir að finna hana aftur.  Frábær hversdagsmatur en mig grunar að falli í kramið hjá öllum aldurshópum.

Kartöflugratín með nautahakki

  • 500 g nautahakk
  • 1 msk smjör
  • 1 laukur
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 msk tómatpuré
  • 1 dós hakkaðir tómatar (400 g)
  • 1 msk kálfakraftur
  • salt og pipar
  • oregano, þurrkað
  • 10 kartöflur
  • 2 dl rjómi
  • 2 dl rifinn ostur
Steikið nautahakkið í smjöri. Afhýðið og hakkið laukinn og steikið hann með nautahakkinu í nokkrar mínútur. Pressið hvítlauk saman við og hrærið tómatpuré saman við.
Bætið hökkuðum tómötum og kálfakrafti á pönnuna og látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur. Smakkið til með salti, pipar og oregano.
Afhýðið kartöflurnar og skerið í strimla eða skífur. Setjið helminginn af kartöflunum í smurt eldfast mót. Setjið nautahakkið yfir og leggið seinni helminginn af kartöflunum yfir. Hellið rjóma yfir og kryddið með salti og pipar. Setjið álpappír yfir og setjið í 200° heitan ofn í 25 mínútur. Takið þá álpappírinn af, stráið rifnum osti yfir og setjið aftur í ofninn í 20 mínútur.

Ein athugasemd á “Kartöflugratín með nautahakki

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s