Vikumatseðill

Gleðilegan þjóðhátíðardag! Ég hélt mér fjarri öllum hátíðarhöldum þetta árið og fór í göngu um Hvaleyrarvatn. Ég vildi að ég væri meira fyrir hátíðarhöldin en satt að segja fæ ég hroll við tilhugsina um að leita að bílastæði í bænum og komast hvorki afturábak né áfram vegna mannfjöldans. Nei, þá vil ég frekar fara í útivistarfötin og halda í öfuga átt við siðmenninguna. Á leiðinni heim kom ég við í Hagkaup og gerði vikuinnkaupin. Nú er ísskápurinn því fullur og allt klárt fyrir nýja vinnuviku.

Vikumatseðill

Mánudagur: Tælenskur lax með núðlum

Þriðjudagur: Karrýgrýta með grænmeti og linsubaunum

Miðvikudagur: Pastagratín

Fimmtudagur: Pizza með sætkartöflupizzubotni

 

Föstudagur: Brauðterta

Með helgarkaffinu: Hnetusmjörs- og súkkulaðivöfflur með bananarjóma

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s