Edamame baunir með dippsósu

Þegar ég var á Balí síðasta haust fékk ég æði fyrir edamame baunum. Síðan þá hef ég pantað mér baunirnar þegar ég sé þær á veitingastöðum en aldrei verið með þær hér heima. Það var svo um daginn þegar við buðum vinum okkar í mat að ég ákvað að prófa að bjóða upp á þær sem snarl með fordrykk (sem var svo góður að ég verð að setja uppskriftina inn fyrir helgina!). Í aðalrétt vorum við með grillaðar humarpizzur og í eftirrétt heita súkkulaðiköku með Dumle-fyllingu, hindberjum og ís (uppskriftin er líka væntanleg).

Ég fann uppskrift af edamame baunum sem mér leist vel á hjá Genius Kitchen. Svo einföld uppskrift og svo brjálæðislega góð! Baunirnar kláruðust á svipstundu og ég hefði eflaust mátt vera með tvo poka af þeim. Dippsósan er æði, ekki sleppa henni. Ég var búin að gera þetta tilbúið vel áður en gestirnir komu en mér þykir alltaf gott þegar hægt er að undirbúa með smá fyrirvara svo maður standi ekki á haus þegar gestirnir eru komnir. Þá vil ég frekar setjast niður með drykk og njóta!

Edamame baunir með dippsósu

  • 1/2 msk maldonsalt
  • 1 poki frosnar edamame baunir
  • klakavatn
  • 2 msk sojasósa
  • 2 msk hrísgrjónaedik
  • 1/2 tsk sesamolía
  • 1 tsk hunang
  • 1 hvítlauksrif, fínhakkað
  • 1 msk vorlaukur, hakkaður (ég sleppti vorlauknum því ég gleymdi að kaupa hann!)

Setjið saltið á litla þurra pönnu yfir miðlungsháum hita og steikið þar til það hefur fengið smá lit (tekur um 6-7 mínútur). Fylgist með saltinu og hristið pönnunna annað slagið. Takið af hitanum og leggið til hliðar.

Hitið vatn að suðu og setjið edamame baunirnar í pottinn. Látið sjóða í 4 mínútur (ekki láta þær sjóða of lengi því þær eiga ekki að verða mjúkar). Takið baunirnar úr pottinum og setjið í skál með klakavatni í, til að koma í veg fyrir að þær haldi áfram að eldast. Þurrkið baunirnar og blandið þeim saman við saltið.

Útbúið sósuna með því að hræra saman sojasósu, hrísgrjónaediki, sesam olíu, hunangi, hvítlauki og vorlauki.

Berið baunirnar fram með sósunni (í sér skál).

Ein athugasemd á “Edamame baunir með dippsósu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s