Ég var búin að lofa að setja inn uppskriftina af fordrykknum sem við vorum með í matarboði um daginn og rétt næ því í tæka tíð fyrir HM annað kvöld. Þegar ég fæ mér sterkan drykk verður G&T oftast fyrir valinu og því kannski ekki skrítið að gindrykkir verði einnig fyrir valinu þegar ég býð upp á drykk hér heima (hér er önnur góð uppskrift af gindrykk). Þessi fannst mér æðislegur! Ferskur og sumarlegur… þrátt fyrir að sumarið láti bíða eftir sér!
Ferskur drykkur með freyðivíni, gini og sítrónu
- 2-3 cl gin (ég nota Tanqueray)
- 2 cl sykursýróp (sjóðið vatn og sykur í jöfnum hlutföllum saman þar til sykurinn hefur bráðnað – tekur enga stund!)
- 3 cl sítrónusafi
- freyðivín (það fór 1 flaska í 4 glös)
- klaki
- sítróna
Hellið gini, sykursírópi og sítrónusafa í stórt vínglas. Fyllið glasið með klaka og hellið síðan freyðivíni í það. Hrærið varlega í glasinu. Setjið sítrónusneið í glasið og berið strax fram.
Þann fim., 21. jún. 2018, 16:55 Ljúfmeti og lekkerheit skrifaði :
> Svava posted: “ Ég var búin að lofa að setja inn uppskriftina af > fordrykknum sem við vorum með í matarboði um daginn og rétt næ því í tæka > tíð fyrir HM annað kvöld. Þegar ég fæ mér sterkan drykk verður G&T oftast > fyrir valinu og því kannski ekki skrítið að gindry“ >