Pink Gin Fizz

Um síðustu helgi ákváðum við að hætta við að fara út að borða eins og við höfðum ákveðið og í staðin að elda góðan mat heima. Ég gerði pizzuna sem ég setti inn uppskrift af í gær en fyrir matinn fengum við okkur fordrykk og snarl. Ég vel mér oftast gindrykki þegar kemur að sterkum drykkjum en fæ mér yfirleitt bara gin og tonic. Þetta var því skemmtileg tilbreyting. Í uppskriftinni er gert ráð fyrir bleikum greipsafa en ég skipti honum út fyrir Sparkling Ice Pink Grapefruit flavoured sparkling water sem ég fann í goskælinum í Hagkaup. Það kom mjög vel út!

Pink Gin Fizz

  • 30 ml gott gin
  • 100 ml bleikur greipsafi (pink grapefruit juice)
  • 150 ml tonic
  • vel af klaka (ég nota mulinn klaka)
  • safi úr 1/2 lime

Blandið öllu saman og hellið í glas.

Ein athugasemd á “Pink Gin Fizz

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s