Pizza með pestó, hráskinku, sólþurrkuðum tómötum og ólífum

Á morgun er föstudagur og pizzakvöld á mörgum heimilum. Við erum búin að vera dugleg að prófa nýjar pizzur upp á síðkastið, eða öllu heldur ný álegg á pizzurnar, og um síðustu helgi gerðum við ítalska pizzu hér heima.

Ég keypti bæði tilbúinn botn og tilbúið pestó, sem gerði það að verkum að það tók enga stund að gera pizzuna. Kósýföt, kertaljós, pizza og rauðvín í glasinu… helgin getur varla byrjað betur!

Pizza með pestó, hráskinku, sólþurrkuðum tómötum og ólífum

  • pizzadeig
  • rautt pestó
  • hráskinka
  • ólífur
  • sólþurrkaðir tómatar
  • rifinn ostur
  • fersk basilika

Fletjið botninn út og smyrjið rauðu pestói yfir. Stráið rifnum osti yfir og setjið svo hráskinku, ólífur og sólþurrkaða tómata yfir. Stráið smá rifnum osti yfir og bakið í funheitum ofni þar til osturinn er bráðnaður. Setjið ferska basiliku yfir pizzuna þegar hún kemur úr ofninum.

 

Ein athugasemd á “Pizza með pestó, hráskinku, sólþurrkuðum tómötum og ólífum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s