Konudagsblómin hafa staðið falleg alla vikuna og standa enn. Ég vil helst alltaf hafa afskorin blóm hér heima en það gengur ekki alveg upp. Ég kaupi þó oft vendi fyrir helgarnar og verð alltaf jafn glöð þegar þeir standa svona lengi og ná jafnvel tveimur helgum, eins og núna. En úr einu í annað, hér kemur tillaga að matseðli fyrir vikuna!
Vikumatseðill
Mánudagur: Fiskur í sweet chili
Þriðjudagur: BBQ-kjöthleifur
Miðvikudagur: Kjúklingasúpan hennar mömmu
Fimmtudagur: Satay-kjúklinganúðlur
Föstudagur: Tacopizzubaka
Með helgarkaffinu: Franskar brauðrúllur