BBQ-kjöthleifur

Ég kíki stutt inn í morgunsárið þar sem ég náði því aldrei í gær. Við buðum mömmu í mat og eftir matinn fór ég í kvöldgöngu með vinkonum úr hverfinu. Við erum byrjaðar að hittast alltaf á þriðjudagskvöldum og fá okkur göngutúr saman. Þegar ég kom heim í gærkvöldi var ég einfaldlega orðin of þreytt til að setjast niður við tölvuna.

Ég get þó ekki farið í vinnuna án þess að setja inn uppskriftina af bbq-kjöthleifnum sem ég bauð upp á í gærkvöldi. Einfaldur og góður hversdagsmatur.

BBQ-kjöthleifur

 • ca 500 gr nautahakk (1 bakki)
 • 1 franskbrauðssneið, mulin í matvinnsluvél
 • 2 msk + 2 tsk worcestershire sósa
 • 1 msk  dijon sinnep eða annað sterkt sinnep
 • 3/4 bolli bbq-sósa
 • 2 msk hunang
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk svartur pipar

Blandið saman í skál nautahakki, brauðmylsnu, 2 msk worcestershire sósu, sinnepi, 1/2 bolla af bbq-sósu, 1 msk hunang, salti og pipar. Blandið vel saman með höndunum. Mótið hleif og setjið á smurða ofnskúffu.

Blandið saman 1/4 bolla af bbq-sósu, 1 msk hunangi og 2 tsk af worcestershire sósu. Smyrjið helmingnum af blöndunni yfir kjöthleifinn og geymið afganginn fyrir sósuna. Setjið kjöthleifinn í 175° heitan ofn í 45 mínútur.

Setjið afganginn af bbq-blöndunni í pott ásamt rjóma (smakkið til hversu mikinn rjóma). Látið sjóða saman við vægan hita. Þegar kjöthleifurinn er tilbúinn er soðinu hellt í gegnum sigti og bætt í sósuna. Bætið ef til vill grænmetisteningi út í og meiri rjóma.

6 athugasemdir á “BBQ-kjöthleifur

 1. Virkilega bragðgóður réttur.Það var mjög sérstakt og gott bragð af hleifnum minnti á bragð af reyktu kjöti, sem mér finnst ekki verra.Takk fyrir yndislega samveru.

 2. OH my, þetta var svo sannarlega ljúfmeti. Notaði rosa góða BBQ sósu með hunangi frá Stonewall sem bað um að fá að koma heim með mér þegar ég fór í Kjöthöllina að kaupa hakk. Þessi síða þín er bara snilld og allt frábært sem ég hef prófað. Kveðja, Svala

 3. Rakst á síðuna þína fyrir algjöra slysni og hef síðan bara ekki hætt að skoða. Ég eldaði þennan kjöthleif í kvöld og hann er bara dásemdin ein svo bragðgóður og svo er sósan alveg syndsamlega góð. Takk kærlega fyrir góðar uppskriftir, fallegar myndir og skemmtilegar frásagnir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s