Ég bakaði þetta brauð á laugardagsmorgninum og var ánægð með árangurinn. Það tók enga stund að hræra í brauðið og ilmurinn úr eldhúsinu var dásamlegur á meðan það bakaðist. Deigið er heldur blautt í sér en brauðið þeim mun mýkra fyrir vikið.
Sírópsbrauð með rúsínum og fræjum
- 5 dl hveiti
- 1 dl heilhveiti
- 1,5 tsk matarsódi
- 0,5 tsk salt
- 1/2 dl sólkjarnafræ
- 1/2 dl graskersfræ
- 1/2 dl hörfræ
- 1/2 dl rúsínur
- 0,75 dl síróp
- 1/2 l súrmjólk
Blandið þurrefnunum saman. Bætið sírópi og súrmjólk saman við og blandið öllu vel saman. Setjið deigið í smurt brauðform og bakið við 175° í ca 1 klst.
sjúklega gott brauð 🙂