Vikumatseðill

Þá var aftur kominn sunnudagur og tímabært að skipuleggja næstu viku. Ég fór á fleygiferð um bæinn í gær þar sem það vantaði orðið eitt og annað, eins og nýtt lak á rúmið okkar, fótboltasokka á Gunnar og nestisboxin í Ikea (þið vitið, þessi úr glerinu sem eru svo góð). Ég endaði ferðina síðan á stórum vikuinnkaupum. Þegar ég vaknaði í morgun og leit út um gluggan var ég svo fegin að hafa klárað allt í gær, því nú þarf ég ekki að fara út úr húsi í dag. Sumar í gær, vetur í dag. Vonandi kemur vor á morgun!

Vikumatseðill

Mánudagur: Fiskur í okkar sósu

Þriðjudagur: Quiche Lorraine

Miðvikudagur: Kjötbollur í möffinsformi

Fimmtudagur: Pasta með salami og blaðlauki

Föstudagur: Satay kjúklingasalat

Með helgarkaffinu: Sítrónuformkaka

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

Vikumatseðill

Það er svo dásamlegt að koma fram á morgnanna þessa dagana og mæta dagsbirtunni sem skín inn um gluggana. Þegar ég kom fram í morgun skein sólin inn og helgarblómin sem Hannes keypti á föstudaginn stóðu svo fallega í birtunni. Hann á hrós skilið fyrir hversu fallega vendi hann kaupir fyrir helgarnar. Hann veit hvað það gleður mig að hafa afskorin blóm hér heima og er lunkinn við að velja í fallega vendi. Yndislegur ♥

Vikumatseðill

Mánudagur: Brasilískur fiskréttur

Þriðjudagur: Salamibaka með fetaosti

Miðvikudagur: Nautahakks- og makkarónupanna

Fimmtudagur: Þunnbrauðsvefja með pulsu og kartöflumús

Föstudagur: Indverskur Butter Chicken

Með helgarkaffinu: Marmarakaka með súkkulaði og sítrónu

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

Vikumatseðill

Vikumatseðill

Á morgun er bolludagur og eflaust margir sem taka forskot á daginn og baka bollur til að eiga með kaffinu í dag. Ég setti inn uppskrift af vatnsdeigsbollum fyrr í vikunni og fékk svo margar æðislegar tillögur af fyllingum á Facebook í kjölfarið að ég má til með að benda ykkur á að kíkja þangað.  Ég hef ekki getað hætt að hugsa um kókosbollu- og jarðaberjafyllinguna eða að fylla bolluna með Baileys frómas og rjóma og setja síðan karmellusósu ofan á… það hlýtur að vera himneskt. Að setja marsípan og rjóma á milli verð ég líka að prófa sem og Royal karamellubúðing sem ég veit að á eftir að slá í gegn hjá strákunum mínum. Það var svo mikið af góðum hugmyndum sem komu fram þarna að ég verð eflaust borðandi bollur fram yfir páska því mig langar að smakka þær flestar. Ég mæli með að kíkja á þetta!

Vikumatseðill

Ofnbakaðar kjötbollur

Mánudagur: Ofnbakaðar kjötbollur

Fiskur með eggjasósu og beikoni

Þriðjudagur: Fiskur með beikoni og eggjasósu

Ofnbökuð svínalund með rótargrænmeti - allt í einni skúffu!

Miðvikudagur: Ofnbökuð svínalund með rótargrænmeti

Tælensk núðlusúpa með kjúklingi og sætum kartöflum

Fimmtudagur: Tælensk núðlusúpa með kjúklingi og sætum kartöflum

Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri

Föstudagur: Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri

Snickersbitar

Með helgarkaffinu: Snickersbitar

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Vikumatseðill

VikumatseðillValentínusarblómin hafa staðið falleg alla vikuna og glatt mig á hverjum degi. Nýtt ljós sem sést glitta í yfir borðstofuborðinu gleður mig líka, enda hefur það staðið lengi á óskalistanum. Þau ljósakaup áttu eftir að vinda verulega upp á sig, sem varð til þess að það tók nánast vikuna að koma því upp. Eftir að við keyptum ljósið fannst okkur nefnilega ekki hægt að setja það upp án þess að renna málningu yfir loftið. Síðan ákváðum við að setja dimmer á ljósið. Það þurfti því að bíða þar til verslanir opnuðu daginn eftir til að kaupa það sem þurfti fyrir dimmerinn. Þá datt okkur í hug að skipta líka vinnuljósinu út í eldhúsinu, þannig að það var aftur farið af stað. Þetta reyndist því fimm daga verkefni í það heila. En núna er ljósið komið upp og það er bara svo fallegt að það nær engri átt. Ég skal mynda það fljótlega og sýna ykkur betur. Mig grunar nefnilega að margir sem kíkja hingað inn í dag séu að bíða eftir vikumatseðlinum!

Vikumatseðill

Gratíneraður fiskur með púrrlauk og blómkáli

Mánudagur: Gratineraður fiskur með púrrulauk og blómkáli

Grænmetisréttur með kínoa og sætum kartöflumGló-brauðið sívinsæla

Þriðjudagur: Grænmetisréttur með kínóa og sætum kartöflum og Gló-brauðið sívinsæla

Kjúklingasúpa með tómötum, karrý og epli

Miðvikudagur: Kjúklingasúpa með tómötum, karrý og epli

Hakk og spaghettí

Fimmtudagur: Hakk og spaghetti

Kjúklinganaggar

Föstudagur: Kjúklinganaggar

Mjúk súkkulaðikaka með vanillukremi og kókos

 

Með helgarkaffinu: Mjúk súkkulaðikaka með vanillukremi og kókos

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Vikumatseðill

Vikumatseðill

Ég elska þegar Hannes kemur heim á föstudögum með helgarblóm. Hann kaupir alltaf svo veglega vendi og oftar en ekki standa þeir fallegir alla vikuna.

Í dag er planið að taka geymsluna í gegn og fara í Epal að kíkja á lampa. Ég er spenntari fyrir því seinna en verð þó fegin þegar geymslan verður orðin fín. Síðan bíða vikuinnkaup. Fyrst af öllu kemur þó vikumatseðillinn!

Vikumatseðill

Mexíkófiskur

Mánudagur: Mexíkófiskur

Pulsu- og makkarónuskúffa

Þriðjudagur: Pulsu- og makkarónuskúffa

Tacos með rauðum linsubaunum

Miðvikudagur: Tacos með rauðum linsubaunum

Gúllassúpa með nautahakki

Fimmtudagur: Gúllassúpa með nautahakki

Kjúklingur í ostrusósu

Föstudagur: Kjúklingur í ostrusósu

Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir

Með helgarkaffinu: Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Vikumatseðill

VikumatseðillVikumatseðill

Í morgunn vökuðum við Jakob snemma og gerðum okkur góðan morgunverð. Hér vakna krakkarnir nánast aldrei fyrir hádegi lengur og því um að gera að grípa tækifærið þegar það loksins gefst. Eftir morgunmatinn fór Jakob að læra og ég að skrifa vikumatseðil. Ég er núna fyrst að detta almennilega í rútínu eftir jólin og víst ekki seinna vænna. Ég er með nokkrar góðar uppskriftir sem ég ætla að setja inn í vikunni en fyrst af öllu kemur loksins vikumatseðill!

Vikumatseðill

Fiskur með gulrótum í ljúffengri sósu

Mánudagur: Fiskur í ljúffengri sósu

Quiche Lorraine

Þriðjudagur: Quiche Lorraine

Kálbúðingur

Miðvikudagur: Kálbúðingur

Pylsupasta sem rífur í

Fimmtudagur: Pulsupasta sem rífur í 

Klúbbsamloka með sweet chilli majónesi

Föstudagur: Klúbbsamloka með sweet chili majónesi

Sænskar pönnukökur

Með helgarkaffinu: Sænskar pönnukökur

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Vikumatseðill

Vikumatseðill

Myndin hér að ofan er frá aðventukaffinu síðasta sunnudag en annar í aðventu þetta árið mun seint fara í sögubækurnar sem jólalegur hér á bæ. Hér hefur aðventukaffinu verið skipt út fyrir fótboltaleik og kvöldverðurinn verður líklegast borðaður í Ikea. Um næstu helgi verða krakkarnir heima og þá mun kveða við annan tón.

Nú liggur leiðin í Hagkaup að gera vikuinnkaupin en áður en við hendumst af stað vildi ég bara óska ykkur gleðilegrar aðventu og setja inn tillögu að vikumatseðli.

Vikumatseðill

Brasilískur fiskréttur

Mánudagur: Brasilískur fiskréttur

Hakkbuff með fetaosti

Þriðjudagur: Hakkabuff með fetaosti

Brokkólí- og sveppabaka

Miðvikudagur: Brokkólí- og sveppabaka

Ómótstæðilegur pastaréttur í einum hvelli

Fimmtudagur: Ómótstæðilegur pastaréttur í einum hvelli

Mexíkósk kjúklingasúpa

Föstudagur: Þykk og góð mexíkósk kjúklingasúpa

Flórentínur

Með helgarkaffinu: Flórentínur

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Vikumatseðill

Vikumatseðill

Gleðilega fyrstu aðventu kæru lesendur. Mikið vona ég að lífið sé notalegt hjá ykkur, að aðventukaffið verði gott og dagurinn ljúfur. Hjá okkur býður pizzaveisla í hádeginu, aðventukaffi seinna í dag og The Good Wife maraþon í kvöld. Síðan ætla ég að gera vikuinnkaup á meðan Gunnar er á fótboltaæfingu í dag. Það er engin ástæða til að bregða út af vananum…

Vikumatseðill

Ofnbakaður fiskur með paprikusósu

Mánudagur: Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

Nautahakkschili með cheddarskonsum

Þriðjudagur: Nautahakkschili með cheddarskonsum

Nautahakkschili með cheddarskonsum

Miðvikudagur: Afgangur frá deginum áður

Spaghettí með ofnbökuðu beikoni í hvítlauksolíu

Fimmtudagur: Spaghetti með ofnbökuðu beikoni í hvítlauksolíu

Klúbbsamloka með sweet chilli majónesi

Föstudagur: Klúbbsamloka með sweet chili majónesi

Nutellakökur

Með helgarkaffinu: Nutellakökur

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Vikumatseðill

 

Vikumatseðill

Um næstu helgi hefst aðventan og ég get varla beðið. Krakkarnir bíða spennt eftir hefðbundna aðventukaffinu okkar með nýböuðum eplaskífum með sultu og rjóma og heitu súkkulaði með helling af rjóma og súkkulaðispæni. Ég get ekki hugsað mér neitt betra! Það er þó heil vika í herlegheitin sem þarf að skipuleggja og undirbúa. Ég undirbý vikuna líkt og áður með því að gera vikumatseðil og stórinnkaup. Mér þykir alltaf jafn góð tilfinning að vita af ísskápnum stútfullum fyrir vikuna.

Vikumatseðill

Fiskur undir krydduðum osta- og rasphjúp

Mánudagur: Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp

Gúllassúpa með nautahakki

Þriðjudagur: Gúllassúpa með nautahakki

Pulsu- og makkarónuskúffa

Miðvikudagur: Pulsu- og makkarónuskúffa

Tortillakaka með kjúklingi

Fimmtudagur: Tortillakaka með kjúklingi

Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri

Föstudagur: Tortellini með brúnuðu salvíusmjöri

Nutellaformkaka

Með helgarkaffinu: Nutellaformkaka

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Vikumatseðill

Þar sem ég var í París um síðustu helgi og kom ekki heim fyrr en á þriðjudag fór lítið fyrir vikumatseðlinum þá vikuna, bæði á blogginu og hér heima. Eftir vinnu á miðvikudag og fimmtudag ráfaði ég um búðina og reyndi að láta mér detta eitthvað sniðugt í hug til að hafa í kvöldmat en með glötuðum árangri. Soðinn fiskur og Dominos pizza varð lendingin. Á föstudeginum rofaði til og ég eldaði ljúffengan tælenskan kjúklingarétt sem ég ætla að setja fljótlega inn á bloggið. Til að koma í veg fyrir að vitleysan endurtaki sig hef ég eytt morgninum í að undirbúa matarvikuna. Það sem ég elska vikumatseðla og stórinnkaup!

Vikumatseðill

Smjörsteiktur þorskur

Mánudagur: Smjörsteiktur þorskur

Brokkólí- og sveppabaka

Þriðjudagur: Brokkólí og sveppabaka

Kjúklingasúpa með tómötum, karrý og epli

Miðvikudagur: Kjúklingasúpa með tómötum, karrý og epli

Einfalt og stórgott lasagna

Fimmtudagur: Einfalt og stórgott lasagna

Indverskur Butter Chicken

Föstudagur: Indverskur Butter Chicken

Snickersbitar

Með helgarkaffinu: Snickersbitar

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP