Vikumatseðill

Krakkarnir eru í vetrarfríi næstu dagana og munu því hafa það notalegt hér heima á meðan ég verð í vinnunni. Þau eru enn sofandi en ég sit hér með kaffibollann minn og skipulegg vikuna. Það er skemmtileg vika framundan með vinkonuhittingi, bíóferð og deitkvöldi með Jakobi. Ég ákvað um áramótin að fá eitt kvöld í mánuði með hverju barni og núna er komið að Jakobi. Hann veit fátt betra en svínarif og við ætlum að prófa rifjakvöld á Mathúsi Garðabæjar. Ég hlakka til! Í síðustu viku var mikið útstáelsi á mér og bloggfærslurnar urðu færri fyrir vikið. Það mun ekki endurtaka sig í þessari viku. Nú verð ég betur skipulögð!

Vikumatseðill

Mánudagur: Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp

Þriðjudagur: Nautahakkschilli með cheddarskonsum

Miðvikudagur: Salamibaka með fetaosti

Fimmtudagur: Tælenskur kjúklingur með kókos

Föstudagur: Chilihakkpizza

Með helgarkaffinu: Banana- og súkkulaðibaka

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

Vikumatseðill

Eftir mestu letihelgi í langan tíma er tímabært að plana komandi viku. Sjálf mun ég borða saltkjöt og baunir á þriðjudaginn en þar sem ég bý ekki svo vel að eiga uppskrift af þeim veislumat þá er hann ekki með á vikumatseðlinum. Ég hef satt að segja aldrei eldað saltkjöt og baunir því mamma sér alltaf um það. Hún gerir heimsins besta saltkjöt og baunir og ég borða svakalega illa yfir mig í hvert einasta skipti. Ég þakka fyrir að sprengidagurinn er bara einu sinni á ári því hann endar alltaf með ósköpum.

Vikumatseðill

Mánudagur: Brasilískur fiskréttur

Þriðjudagur: Tacos með rauðum linsubaunum

Miðvikudagur: Asískar kjötbollur

Fimmtudagur: Pasta með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og basiliku

Föstudagur: BBQ-hamborgarar með karamelluhúðuðum rauðlauki og hvítmygluosti

Með helgarkaffinu: Sænskar pönnukökur

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

Vikumatseðill

Það er spáný vika framundan og ekki seinna vænna að fara að plana vikumatseðil og gera vikuinnkaup. Þegar ég plana matarvikuna reyni ég alltaf að finna nýja rétti til að prófa, þó ekki sé nema fyrir eitt eða tvö kvöld í vikunni. Ég elska hversdagsmat og það er svo létt að festast í að elda það sama viku eftir viku. Það er hins vegar svo mikið til af góðum uppskriftum og gama að prófa nýja rétti. Ég vona að vikumatseðillinn gefi ykkur hugmyndir fyrir kvöldverði vikunnar en ef hann gerir það ekki þá eru yfir 70 aðrir matseðlar hér á síðunni. Skrifið vikumatseðill í leitina og þá dúkka þeir upp.

Vikumatseðill

Mánudagur: Mexíkófiskur

Þriðjudagur: Ragú með pasta

Miðvikudagur: Gulróta- og tómatsúpa með kókosmjólk

Fimmtudagur: Kasjúhnetukjúklingur

Föstudagur: Tacobaka

Með helgarkaffinu: Sítrónuformkaka

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

Vikumatseðill

Ég ætlaði að vera fyrr á ferðinni með vikumatseðilinn en dagurinn hefur hlupið frá mér í alls konar stúss, þegar mig langaði mest af öllu bara að dóla heima á náttsloppnum eftir útikvöld í gær. Við Hannes vorum boðin í fordrykk til vinahjóna í gærkvöldi og þaðan héldum við svo á Kopar og enduðum á Slippbarnum. Svo brjálæðislega gaman! Dagurinn í dag hefur hins vegar verið aðeins seigari og ég hlakka mikið til að skríða snemma upp í rúm í kvöld. En nóg um það, hér kemur tillaga að vikumatseðli!

Mánudagur: Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

Þriðjudagur: Hakkabuff með karamelluseruðum lauki og rjómasósu

Miðvikudagur: Ofnbökuð ostapylsa

Fimmtudagur: Caesarbaka

Föstudagur: Kjúklingaborgari með pækluðum rauðlauk og gúrku og hvítlaukschilisósu

Með helgarkaffinu: Nutellaformkaka

 

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

Vikumatseðill

Það styttist í mánaðarmót og þar sem stundum vill vera minna í veskinu í janúar en aðra mánuði tók ég saman vikumatseðil sem er í ódýrari kantinum. Það getur líka verið ágætt að taka smá sparnaðarvikur inn á milli. Þessir réttir eiga það allir sameiginlegt að vera með hráefnalista í styttri kantinum og vera sérlega vinsælir hjá yngri kynslóðinni. Ég veit að tómatsúpan er vinsæl á mörgum heimilum og ef þú átt eftir að smakka hana þá mæli ég svo sannarlega með að láta verða af því.

Vikumatseðill

Mánudagur: Steiktur fiskur í ofni

Þriðjudagur: Spaghetti með ofnbökuðu beikoni í hvítlauksolíu

Miðvikudagur: Mögulega besta tómatsúpa í heimi

Fimmtudagur: Pylsupottréttur með beikoni og sweet chili rjómasósu

Föstudagur: Kjúklinga- og spínatquesadillas

Með helgarkaffinu: Silvíukaka

 

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

Vikumatseðill

Ég eyddi nánast öllum gærdeginum hér heima í að þrífa og þvo þvott eftir að hafa hvorugu sinnt síðan ég kom heim á mánudeginum. Það var því heldur betur tímabært að taka til hendinni. Eftir að hafa þrifið og tæmt þvottakörfurnar dreif ég mig í vikuinnkaup og kom svo við á Serrano og keypti kvöldmat. Ég er því búin að versla inn fyrir komandi viku (elska að hafa ísskápinn fullan!) en hér kemur þó hugmynd að vikumatseðli ef einhver er í þeim pælingunum í dag.

Vikumatseðill

Mánudagur: Ítalskur lax með fetaostasósu

Þriðjudagur: Baka með sætri kartöflu, spínati og fetaosti

Miðvikudagur: Rjómalöguð kjúklingasúpa

Fimmtudagur: Himneskar kjötbollur í möffinsformi

Föstudagur: Spaghetti Cacio E Pepe

Með helgarkaffinu: Skinkuhorn og hvítlaukssósa

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Vikumatseðill

 Eftir desembermánuð, með öllum sínum veisluhöldum og veislumat, tek ég hversdagsleikanum fagnandi með sinni rútínu og vikumatseðli. 

Vikumatseðill

Mánudagur: Smjörsteiktur þorskur

Þriðjudagur: Quiche Lorraine

Miðvikudagur: Nautahakks- og makkarónupanna

Fimmtudagur: Blómkálssúpa með sveppaosti og sweet chili

Föstudagur: Carnitas

Með helgarkaffinu: Sænskar pönnukökur

 

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

SaveSave