Vikumatseðill

Gleðilegan þjóðhátíðardag! Ég hélt mér fjarri öllum hátíðarhöldum þetta árið og fór í göngu um Hvaleyrarvatn. Ég vildi að ég væri meira fyrir hátíðarhöldin en satt að segja fæ ég hroll við tilhugsina um að leita að bílastæði í bænum og komast hvorki afturábak né áfram vegna mannfjöldans. Nei, þá vil ég frekar fara í útivistarfötin og halda í öfuga átt við siðmenninguna. Á leiðinni heim kom ég við í Hagkaup og gerði vikuinnkaupin. Nú er ísskápurinn því fullur og allt klárt fyrir nýja vinnuviku.

Vikumatseðill

Mánudagur: Tælenskur lax með núðlum

Þriðjudagur: Karrýgrýta með grænmeti og linsubaunum

Miðvikudagur: Pastagratín

Fimmtudagur: Pizza með sætkartöflupizzubotni

 

Föstudagur: Brauðterta

Með helgarkaffinu: Hnetusmjörs- og súkkulaðivöfflur með bananarjóma

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

Vikumatseðill

Það er nú ekki hægt að kvarta undan veðrinu þessa helgina. Við náðum bæði að bera á pallinn og slá grasið svo nú má sumarið koma. Í dag hef ég ekki gert neitt af viti og aldrei almennilega farið á fætur. Stundum er það bara svo ljúft! Ég gerði bara lítil vikuinnkaup í gær því ég ætla að elda úr því sem er til í ísskápnum og frystinum þessa vikuna. Hér kemur þó tillaga að vikumatseðli og ég má til með að mæla sérstaklega með kjúklingnum í ostrusósunni. Hann er betri en á veitingahúsum, ég lofa!

Mánudagur: Fiskur í ljúffengri sósu

Þriðjudagur: Brokkólí- og sveppabaka

Miðvikudagur: Nautahakks- og makkarónupanna

Fimmtudagur: Kjúklingur í ostrusósu

Föstudagur: Eðlupizza

Með helgarkaffinu: Sænskir vanillusnúðar

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

Vikumatseðill

Ég hef barist við þreytu alla vikuna eftir hreint út sagt frábæra New York ferð í síðustu viku. Það sem við skemmtum okkur vel!! Ég kom við í Hagkaup áður en ég fór út (krakkarnir voru heima á meðan og ég vildi skilja við fullan ísskáp) og á kassanum kippti ég með mér bók sem var nýkomin út, Tvö hundruð sextíu og einn dagur. Hún beið mín þegar ég kom heim og ég eyddi síðustu helgi í sófanum með bókina og fríhafnarnammið. Ég gat ekki hætt, hvorki með nammið (tveir stórir M&M pokar (sem stóð á sharing size… hvaða stælar eru það! Eins og maður ráði því ekki sjálfur…) og hlauppoki sem ég keypti fyrir krakkana en endaði á að borða svo frá þeim) né bókina. Kristborg Bóel skrifar svo vel og skemmtilega. Ég las bókina á tveim dögum og langaði mest til að hafa samband við hana og spyrja hvort það kæmi ekki örugglega framhald og það helst á morgun. Ég byrjaði svo á nýrri bók í vikunni, sem ég keypti mér á flugvellinum í New York, The light we lost. Hún fer líka mjög vel af stað og ég hlakka til að skríða upp í rúm á kvöldin og halda áfram. Í fyrra hlustaði ég mikið á hljóðbækur en í ár hef ég ekki hlustað á eina einustu heldur hlusta frekar á podcasta (ef þið hafið ekki hlustað á Í ljósi sögunnar þá mæli ég með þeim) og les bækurnar. Það er gaman að breyta til.

Ég ætla að taka saman smá færslu um ferðina við tækifæri en held þó í sunnudagshefðina og tek saman vikumatseðil í dag.

Vikumatseðill

Mánudagur: Grilluð tandoori lambalund með salati

Þriðjudagur: Fiskbakan frábæra

Miðvikudagur: Pasta með salami, ruccola, furuhnetum og parmesan

Fimmtudagur: Blómkálssúpa með sveppaosti og sweet chili

Föstudagur: Tacopizzubaka

Með helgarkaffinu: Banana- og súkkulaðibaka

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

Vikumatseðill

Það er skemmtileg vika að baki með veisluhöldum kvöld eftir kvöld. Þetta er búið að vera fjör! Myndirnar eru frá fimmtudagskvöldinu en þá vorum við með það allra nánasta hér í kvöldkaffi þar sem boðið var upp á Oreo-ostaköku og Rice krispiesköku með bananarjóma og karamellu. Síðan keypti ég uppáhalds nammið hennar Malínar og setti í skálar. Einfalt og gott.

Í kvöld hlakka ég til að leggjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á lokaþáttinn af Allir geta dansað. Það sem mér hefur þótt gaman að fylgjast með þessum þáttum og hvað ég dáist að dugnaðinum í dönsurunum! Planið var að grilla eitthvað gott í kvöldmat en það er nú ekki beint grillveður þessa dagana. Eftir veisluhöld síðustu daga langar mig mest til að sækja take-away og gera sem minnst í kvöld. Í næstu viku bíða tveir vinnudagar og svo smá frí. Ég hlakka til!

Vikumatseðill

Mánudagur: Ítalskur lax með fetaostasósu

Þriðjudagur: Hakkabuff með karamelluseruðum lauki og rjómasósu

Miðvikudagur: Puy linsurósmarín og hvítlaukssúpa

Fimmtudagur: Mozzarellapizza

Föstudagur: Kjúklingasalat með BBQ-dressingu

Með helgarkaffinu: Torta di Pernilla

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

Vikumatseðill

Þessi helgi hefur verið svo ljúf að það hálfa væri nóg. Gærdeginum var eytt með vinkonum í góða veðrinu og í dag hef ég eytt deginum afslöppun hér heima. Kjötsósa, sem á að fara í lasagna, hefur mallað á hellunni síðan fyrir hádegi og mamma er að koma í mat og Allir geta dansað áhorf, eins og hefð er orðin fyrir. Ég ætla að bjóða upp á heimabakað brauð, sem er að hefast þessa stundina, lasagna og salat. Í eftirrétt verður ís og rjómi. Ég elska sunnudagskvöld!

Vikumatseðill

Mánudagur: Tælenskur lax með núðlum

Þriðjudagur: Pastasósa með linsubaunum og gulrótum

Miðvikudagur: Kjúklingasalat með sweet chili og wasabihnetum

Fimmtudagur: Pulsupasta sem rífur í 

Föstudagur: Mexíkóskt kjúklingalasagna

Með helgarkaffinu: Gamaldags vínarbrauð með sultu og glassúr

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

Vikumatseðill

Sunnudagskvöldin hér heima hafa verið heilög undanfarnar vikur þar sem við höfum komið okkur upp svo skemmtilegri hefð. Ég elda eitthvað gott, mamma kemur í mat og svo horfum við saman á Allir geta dansað. Svo gaman! Í kvöld ætlum við að grilla kjúklingabringur, gera þessar kartöflur, kalda sósu og gott salat. Svo verðum við líka með pizzu með skinku, rjómaosti, döðlum og fl. Síðan fáum við okkur alltaf eitthvað sætt yfir sjónvarpinu. Fullkominn endir á helginni!

Vikumatseðill

Mánudagur: Mexíkófiskur

Þriðjudagur: Kjötbollur með mozzarella og basiliku

Miðvikudagur: Kjúklingasúpa með chili og mozzarellafylltar brauðbollur

Fimmtudagur: Baka með sætum kartöflum, spínati, fetaosti og kasjúhnetum

Föstudagur: Chilihakkpizza

Með helgarkaffinu: Snickersbitar

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

Vikumatseðill

Það styttist í páskana og páskafríið kærkomna. Krakkarnir eru komnir í frí en ég á þrjá vinnudaga eftir áður en fríið brestur á. Ég er búin að panta mér þrjár bækur til að lesa yfir páskana og það eru nú þegar komin 5 páskaegg í hús. Við göngum alltaf of langt í páskaeggjakaupum en það er bara svo erfitt að standast þau, sérstaklega þar sem það eru svo margar tegundir í boði. Þetta verða rólegir páskar sem við ætlum að eyða hér heima, helst í náttfötunum með bók, súkkulaði og fullan ísskáp af góðgæti. Mig langar að útbúa snarl til að eiga yfir frídagana, eins og þetta fræhrökkbrauð með sítrónu- og fetamauki. Síðan langar mig að baka þetta brauð til að geta fengið mér á morgnana og pekanhjúpaða ostakúlu til að hafa yfir sjónvarpinu á kvöldin ásamt kryddaðri pretzel- og hnetublöndu.

Þar sem páskavikan bíður oftar en ekki upp á nóg af sætindum ákvað ég að stinga frekar upp á helgarmat en sætabrauði með helgarkaffinu þessa vikuna.

Vikumatseðill

Mánudagur: Lax með mango chutney

Þriðjudagur: Puy linsurósmarín- og hvítlaukssúpa

Miðvikudagur: Tortillakaka

Fimmtudagur: Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri

Föstudagur: Grískur ofnréttur 

Laugardagur: Tígrisrækjur með tælensku ívafi

Sunnudagur: Lambafilé, kramdar kartöflur og dásamleg sósa

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í