Steiktur fiskur í kókoskarrý

Steiktur fiskur í kókoskarrý

Mamma hefur alltaf verið mikill eldhúsdundari og hefur safnað uppskriftum svo lengi sem ég man eftir mér. Uppskriftabækurnar hennar eru æðislegar, með handskrifuðum uppskriftum í bland við blaðaúrklippur sem hafa verið límdar inn. Persónulegar og fallegar, alveg eins og mamma er.

Steiktur fiskur í kókoskarrý

Um daginn þegar ég var hjá henni lá ein af uppskriftarbókunum á eldhúsborðinu. Þegar ég fór að blaða í hana sá ég að bókin var stútfull af skemmtilegum uppskriftum. Ég nældi mér í nokkrar hversdagsuppskriftir úr henni og við höfum notið góðs af þeim upp á síðkastið. Ég var búin að gefa eina fiskuppskrift úr bókinni (þú finnur hana hér) og hér kemur önnur sem er skemmtileg útfærsla á steiktum fiski. Einfaldari gerist hann varla og allir voru á einu máli um að maturinn væri stórgóður.

Steiktur fiskur í kókoskarrý

Steiktur fiskur í kókoskarrý

  • ýsu- eða þorskflök (ca 600-800 g)
  • 2 dl hveiti
  • 1 dl mjólk
  • 1 tsk karrý
  • ½ tsk timjan
  • 1 egg
  • 2 msk kókosmjöl
  • salt
  • pipar

Öllum hráefnum, fyrir utan fiskinn, er hrært saman í skál. Fiskurinn er skorinn í bita og látinn liggja í blöndunni í 1-1½ klst. Steikið fiskinn á pönnu og berið hann fram með hrísgrjónum og karrýsósu.

12 athugasemdir á “Steiktur fiskur í kókoskarrý

  1. Nammi!! Þetta er klárlega „must try“ vikunar , er með 11 ára stelpu sem vill ekki sjá fisk en hún hakkaði þetta í sig japplandi og umlandi „mmm namm“

    Takk fyrir þetta kæru mæðgur

  2. frábært að fá svona uppskrift, ég ætla að hafa þetta í kvöldmatinn en á ég að hafa kalda eða heita karrysósu???

  3. Ég væri líka svo mikið til í uppskrift af heitri karrýsósu, hef barasta aldrei gert þannig né t.d. kjöt í karrý 🙂

  4. Takk fyrir þessa uppskrift, þessi réttur var kallaður Bylgju fiskur á mínu heimili, þegar mínir krakkar voru litlir, ég er sjálfsagt á sama aldri og mamma þín, og kom þessi uppskrift frá einhverri góðri útvarpskonu á Bylgjunni, og hann var reglulega eldaður og handskrifaður í uppskriftabókina eins og hjá mömmu þinni, og það er ekki langt síðan sonur minn óskaði eftir þessum fiski í matinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s