Vikumatseðill

Þjóðhátíðardagurinn setur svip sinn á komandi viku og aftur er stutt vinnuvika framundan. Við förum alltaf á Rútstún á 17. júní og mér heyrist á krökkunum að það verði engin breyting þar á í ár. Þau vilja hvergi annars staðar vera á þessum degi, enda gaman að vera þar sem vinirnir eru. Nú er bara að vona að verðublíðan sem hefur verið upp á síðkastið haldist.

Ef þið eruð að velta kvöldverðum vikunnar fyrir ykkur þá kemur hér hugmynd að matseðli. Ef þið hafið ekki prófað ofnbökuðu kartöfluhelmingana þá mæli ég með að þið gerið það í snatri. Þeir eru guðdómlegir! Hamborgararnir eru sömuleiðis ómótstæðilegir og mér þykir þetta kombó fara vel á þjóðhátíðardeginum. Það er hægt að undirbúa matinn áður en hátíðarhöldin hefjast og þá tekur enga stund að koma matnum á borðið eftir að komið er heim.

Mánudagur: Steiktur fiskur í kókoskarrý

Steiktur fiskur í kókoskarrý

Þriðjudagur: Heimagerðir hamborgarar og ofnbakaðir kartöfluhelmingar

Hamborgarar

Ofnbakaðir kartöfluhelmingar

Miðvikudagur: Sveppasúpa

Sveppasúpa

FimmtudagurPasta með púrrulauk og beikoni

Pasta með púrrulauk og beikoni

Föstudagur: Indverskur kormakjúklingur og nanbrauð

Indverskur Korma kjúklingur og nan-brauð

Með helgarkaffinu: Drömmekage

Drømkage

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s