Vikumatseðill

VikuinnkaupVikuinnkaupVikuinnkaupVikuinnkaupÞar sem það er varla hundi út sigandi í þessu veðri þykir mér kjörið að taka daginn í að gera vikumatseðil og undirbúa vikuna. Vikuinnkaupin breytast alltaf aðeins hjá mér á haustin og sérstaklega núna þegar Malín tekur með sér nesti í skólann. Það er smá áskorun að finna hentugt nesti og við erum að prófa okkur áfram.

Á matseðlinum þessa vikuna veit ég að kjötbollurnar á þriðjudeginum og pylsugratínið á miðvikudeginum eru tilhlökkunarefni hjá krökkunum en hjá mér er það kjúklingasúpan á föstudeginum sem stendur upp úr. Hún er himnesk og ef þið hafið ekki prófað hana þá hvet ég ykkur til þess. Heimagerða Snickersið er síðan hápunktur vikunnar. Hamingjan hjálpi mér hvað það er gott. Það ætti að vera til á hverju heimili. Alltaf.

Fiskréttur með blaðlauk og sveppum

Mánudagur: Fiskréttur með blaðlauk og sveppum

Ofnbakaðar kjötbollur

Þriðjudagur: Ofnbakaðar kjötbollur

Pylsugratín með kartöflumús

Miðvikudagur: Pylsugratín með kartöflumús

Spaghetti alla carbonara

Fimmtudagur: Spaghetti carbonara

Kjúklingasúpa

Föstudagur: Himnesk kjúklingasúpa með ferskjum

Heimagert snickers

Helgardekrið: Heimagert Snickers

Vikumatseðill

Þjóðhátíðardagurinn setur svip sinn á komandi viku og aftur er stutt vinnuvika framundan. Við förum alltaf á Rútstún á 17. júní og mér heyrist á krökkunum að það verði engin breyting þar á í ár. Þau vilja hvergi annars staðar vera á þessum degi, enda gaman að vera þar sem vinirnir eru. Nú er bara að vona að verðublíðan sem hefur verið upp á síðkastið haldist.

Ef þið eruð að velta kvöldverðum vikunnar fyrir ykkur þá kemur hér hugmynd að matseðli. Ef þið hafið ekki prófað ofnbökuðu kartöfluhelmingana þá mæli ég með að þið gerið það í snatri. Þeir eru guðdómlegir! Hamborgararnir eru sömuleiðis ómótstæðilegir og mér þykir þetta kombó fara vel á þjóðhátíðardeginum. Það er hægt að undirbúa matinn áður en hátíðarhöldin hefjast og þá tekur enga stund að koma matnum á borðið eftir að komið er heim.

Mánudagur: Steiktur fiskur í kókoskarrý

Steiktur fiskur í kókoskarrý

Þriðjudagur: Heimagerðir hamborgarar og ofnbakaðir kartöfluhelmingar

Hamborgarar

Ofnbakaðir kartöfluhelmingar

Miðvikudagur: Sveppasúpa

Sveppasúpa

FimmtudagurPasta með púrrulauk og beikoni

Pasta með púrrulauk og beikoni

Föstudagur: Indverskur kormakjúklingur og nanbrauð

Indverskur Korma kjúklingur og nan-brauð

Með helgarkaffinu: Drömmekage

Drømkage