Heimagert snickers

Heimagert snickers

Það hefur verið í ýmsu að snúast upp á síðkastið því fyrir utan bloggið hef ég verið að gefa uppskriftir í MAN magasín og um helgina vann ég sem matarstílisti, bæði við myndatöku fyrir auglýsingu og við upptöku á sjónvarpsauglýsingu. Ótrúlega skemmtileg verkefni sem hafa komið til mín þökk sé blogginu. Þakklæti mitt liggur hjá ykkur sem lítið hingað inn því hvað væri bloggið án ykkar!

Heimagert snickers

Í fyrsta tölublaði MAN magasín gaf ég uppskrift af heimagerðu snickers sem ég held að verði seint toppað. Í hinum fullkomna heimi væri þetta snickers alltaf til hér heima og enginn myndi borða það frá mér. Ég hef grínlaust útbúið það og falið bak við kartöflupokann í neðstu skúffunni í ísskápnum hér heima því ég tími ekki að gefa með mér af því. Það er ólýsanleg tilfinning að vita af snickersinu liggjandi þar og geta fengið mér bita af góðgætinu þegar enginn sér til.

Heimagert snickers

Snickers

 • 150 g mjólkursúkkulaði eða rjómasúkkulaði
 • 150 g suðusúkkulaði
 • 200 g sykurpúðar (marshmellows)
 • 100 g smjör
 • 2 msk hnetusmjör
 • 100 g salthnetur
 • 400 g rjómakaramellur eða kúlur
 • 2 msk mjólk

Bræðið súkkulaðið (bæði mjólkur- og suðusúkkulaði) saman yfir vatnsbaði. Klæðið form í stærðinni 21 x 15 sm með bökunarpappír. Setjið um helming af súkkulaðiblöndunni í botninn á forminu og setjið formið að því loknu í frysti.

Bræðið sykurpúða með smjöri og hnetusmjöri í potti. Þegar blandan hefur bráðnað saman er salthnetum hrært saman við. Takið súkkulaðið úr frystinum og hellið sykurpúðablöndunni yfir. Setjið formið aftur í frysti.

Bræðið karamellurnar (eða kúlurnar) með mjólkinni í litlum potti. Blandan á bara að verða fljótandi. Takið formið aftur úr frystinum og hellið karamellunni yfir sykurpúðablönduna. Setjið formið aftur í frysti.

Ef súkkulaðið er byrjað að storkna þá er það brætt aftur. Hellið súkkulaðinu yfir karamelluna þegar hún hefur tekið að harðna. Látið snickersið standa í ískáp í að minnsa kosti klukkustund. Skerið kanntana af og skerið það síðan niður í passlega stórar snickersstangir eða snickersbita.

Heimagert snickers

16 athugasemdir á “Heimagert snickers

 1. Namm verð að prufa þetta strax! Hvernig mjólkursúkkulaði notar þú og ertu að tala um góu karamellukúlur eða hvernig karamellur eru bestar í þetta?

 2. Lítur ekkert smá vel út ! en hvernig karmellur hefur þú notað, ég bý í Noregi og því engar Góu kúlur í boði hérna 🙂

  1. Kristín notaðu bara einhverjar góðar rjómakaramellur. Ég sé að Lára stingur upp á Dumle karamellum hér fyrir neðan, það er örugglega mjög gott!

 3. ég get svarið það………..ég slefaði smá við að lesa þessa uppskrift. Verst að ég er harðákveðin í að borða ekki nammi fyrr en 20.desember, er ekki enn farin að sjá fyrir mér hvernig ég ætla að sleppa því að útbúa þetta og prófa. Verð sennilega að halda einhverja kynningu eða eitthvað og hafa ástæðu til að búa þetta til og þá verður maður nú að smakka einn bita eða svo er það ekki ? Ekki bíður maður uppá eitthvað sem maður/kona veit ekki hvernig er 🙂
  kveðja
  Kristín S

  1. Vá, ég dáist að þér að ætla að sleppa nammi svona lengi! Það er náttúrlega galið að bjóða upp á eitthvað án þess að hafa smakkað það sjálfur 🙂 Síðan má jafnvel segja að það sé pínu galið að neita sér um svona góðgæti á aðventunni… 🙂 Ég segi því láttu þetta eftir þér!

 4. Vá,mjõg girnilegt! En nu bý ég í Svíþjóð, dettur þér eh sænskt sem ég get notað í staðin fyrir rjómakúlur/karmellur?

 5. Hversu lengi ætti maður að taka þetta úr frysti áður en maður ber þetta fram?
  Eða er nóg að geyma þetta í ísskáp þegar maður gerir þetta daginn áður. Lítur ekkert smá vel út 🙂

  1. Geymdu snickersið í ísskápnum. Það geymist mjög vel þar. Ég geymi mitt alltaf í ísskápnum þar til það klárast 🙂

   Sent from my iPhone

   >

 6. Sæl, þetta nammi er í algjöru uppáhaldi hjá minni fjölskyldu! Núna er ég að fara að halda veislu og er mjög tímabundin þannig að ætlaði að gera þetta viku áður og frysta. Er ekki pottþétt í lagi að geyma þetta í frysti í viku og taka bara tímanlega út?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s