Vikumatseðill

Mér sýndist tillagan að vikumatseðlinum sem ég setti inn síðasta sunnudag falla í góðan jarðveg og endurtek því leikinn. Nú geng ég þó skrefinu lengra og sting líka upp á köku til að eiga með helgarkaffinu. Þessi vika býður upp á rétti heimshorna á milli og ég vona að þið finnið eitthvað sem ykkur líkar.

Ofnbakaður fiskur með paprikusósu

Mánudagur: Ofnbakaður fiskur með paprikusósu. Það getur verið gott að nota smurosta í sósur og hér passar paprikusmurosturinn mjög vel með fiskinum.

Spaghetti bolognese

Þriðjudagur: Spaghetti bolognese. Klassískt og gott. Mér þykir sýrði rjóminn lyfta réttinum upp á hærra plan og verð alsæl ef það er afgangur í nestiboxið daginn eftir.

Grjónagrautur

Miðvikudagur: Ofnbakaður grjónagrautur sem gerir eldamennskuna eins einfalda og hægt er.

Bragðmiklar tælenskar núðlur með kjúklingi

Fimmtudagur: Þessar bragðmiklu tælensku núðlur með kjúklingi munu lífga upp á daginn.

Mexíkósk kjúklingabaka

Föstudagur: Mexíkósk kjúklingabaka. Súpergóð baka sem passar vel á föstudagskvöldum. Berið hana fram með salati, nachos, guacamole og salsasósu og hamingjan verður taumlaus.

Silvíukaka

Með helgarkaffinu: Silvíukaka. Ljúffeng kaka sem tekur enga stund að reiða fram og hráefnið í hana er yfirleitt til í skápunum. Ein af uppáhöldunum hér á bæ.

10 athugasemdir á “Vikumatseðill

  1. Yndislegt. Var svo ánægð með síðasta seðil og þessi er bara girnilegri 😉 takk kærlega fyrir að auðvelda mér og fleirum lífið !

  2. Frábært að fá svona hugmyndir! þetta eru vandræði á hverjum degi á mínu heimili þegar kemur að spurningunni „hvað eigum við að hafa í matinn?“
    Hlakka til að prófa fiskréttinn.

  3. Stundum hef ég hugsað hvað það væri nú einfalt ef allir ættu eins og eina Svövu… maður fer nú ekki nær því en þetta! Knús…

  4. Bara smá kvitt, takk takk fyrir æðislega fína síðu. Gerði t.d. amerísku súkkulaðikökuna (mínus smá kaffi og kakó svo hún yrði aðeins mildari) og blómkálssúpuna um helgina 🙂

  5. Frábær vikumatseðill……….fiskur í parmasenraspi var eldaður hér í kvöld…..algjör snilld……takk fyrir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s