Bragðmiklar tælenskar núðlur með kjúklingi

 Bragðmiklar tælenskar núðlur með kjúklingi

Þar sem ferðaþreytan hefur setið í okkur þessa vikuna vorum við staðráðin í að gera vel við okkur í lok hennar með góðum föstudagsmat. Tælenskt er í miklu uppáhaldi og þar sem það var orðið langt síðan ég eldaði núðlur urðu þær fyrir valinu.

Jakob er feikna mikill matgæðingur og er alltaf spenntur fyrir því að prófa nýjungar. Núðlur og núðlusúpur eru þó nokkuð sem hann gæti vel lifað á og þegar ég stakk upp á því að hafa núðlur í föstudagsmatinn þá var hann meira en til.

Bragðmiklar tælenskar núðlur með kjúklingi

Jakob kallar ekki allt ömmu sína í þessum efnum og ég var því sérlega ánægð þegar hann sagði þetta örugglega bestu núðlur sem hann hafi smakkað. Við vorum öll sammála honum um að maturinn væri stórgóður og það var vel borðað, svo vel að Jakobi var hætt að lítast í blikuna. Honum var svo í mun að maturinn myndi ekki klárast því hann langaði að eiga afgang daginn eftir. Ég bar réttinn fram með grófhökkuðum kasjúhnetum og strákarnir fengu sér auka sweet chillisósu á diskkantinn.

Bragðmiklar tælenskar núðlur með kjúklingi

Mér þykir þetta vera ekta föstudagsmatur því hann er bæði einfaldur og æðislega góður. Afganginn af sweet chillisósunni er síðan kjörið að nota sem ídýfu með því að setja hann ofan á sýrðan rjóma eða Philadelphia ost og bera fram með nachoflögum. Sjúklega gott!

Bragðmiklar tælenskar núðlur með kjúklingi

Bragðmiklar tælenskar núðlur með kjúklingi

 • 1 pakki Thai choice rice noodles
 • 7 hvítlauksrif
 • 2 stórar kjúklingabringur
 • 4 msk kartöflumjöl
 • 1 rauð paprika
 • 1 rauður laukur
 • 1 púrrulaukur
 • 1 spergilkálhaus
 • 1 dl Thai choice ostrusósa
 • 1 tsk fiskisósa
 • 5 msk Thai choice sweet chillisósa
 • 2 dl vatn
 • 1 tsk sykur
 • 50 g grófhakkaðar kasjúhnetur

Skerið kjúklingabringurnar í strimla og blandið þeim saman við kartöflumjölið. Skerið laukinn í þunna báta, paprikuna og púrrulaukinn í strimla og spergilkálið í bita. Afhýðið og hakkið hvítlauksrifin.

Hitið rapsolíu á pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann er næstum fulleldaður. Bætið hökkuðum hvítlauk, rauðlauk og spergilkáli á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur til viðbótar. Bætið ostrusósu, sweet chillisósu, fiskisósu, sykri og vatni á pönnuna og látið sjóða við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið papriku og púrrulauk á pönnuna, sjóðið í 3 mínútur til viðbótar og takið svo pönnuna af hitanum.

Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp. Setjið núðlurnar í pottinn og sjóðið þær í 3 mínútur. Hellið þeim í sigti og skolið þær með köldu vatni. Látið renna vel af núðlunum og bætið þeim síðan á pönnuna. Blandið öllu vel saman og berið fram með grófhökkuðum kasjúhnetum.

9 athugasemdir á “Bragðmiklar tælenskar núðlur með kjúklingi

 1. Er eitthvað sniðugt sem væri hægt að nota í staðinn fyrir ostru- og fiskisósu fyrir þá sem eru með ofnæmi? Frábær síða 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s