Syndsamlega góðar klessukökumuffins

Klessukökumuffins

Þessi helgi hefur einkennst af afslöppun og rólegheitum. Við höfum varla farið út fyrir húsins dyr og ættum að fara endurnærð inn í nýja viku. Ég lofaði uppskrift af klessukökumuffins á Facebook í gærkvöldi og núna hvet ég ykkur til að prófa þær.

Klessukökumuffins

Fyrir nokkrum árum voru þessar klessukökumuffins fastur liður í kvöldsnarlinu hjá okkur og ég man sérstaklega eftir einu sumrinu þegar við bjuggum í Uppsölum og borðuðum þær eins og enginn væri morgundagurinn. Það sumarið voru jarðaberin svo góð og ég var farin að gera kökurnar ósjálfrátt til að eiga með berjunum. Það var bara jafn sjálfsagt og að sjóða kartöflur með fiskinum. Þær voru hluti af rútínunni. Eftir að við vorum búin að borða skellti ég í kökurnar og þær bökuðust á meðan við gengum frá eftir matinn. Það voru góðir tímar.

Klessukökumuffins

Á fimmtuaginn dustaði ég rykið af uppskriftinni og bakaði kökurnar og í gærkvöldi endurtókum við leikinn. Það stefnir í annað klessukökutímabil og mér dettur ekki í hug að berjast gegn því. Þessar dásemdir mega vel vera á borðum hjá mér á hverju kvöldi því þær gera lífið örlítið ljúfara. Það besta er að hráefnið í kökurnar er svo einfalt að flestir eiga það alltaf til og það tekur enga stund að útbúa þær. Ég hef ýmist vanilluís eða þeyttan rjóma og jarðaber með kökunum, það gerir þær ómótstæðilegar. Prófið!

Klessukökumuffins

Klessukökumuffins (12 kökur)

  • 100 g smjör
  • 2 egg
  • 3 dl sykur
  • 1,5 dl hveiti
  • 1 dl kakó
  • 1 msk vanillusykur
  • 1/4 tsk lyftiduft

Bræðið smjörið. Blandið öllum þurrefnum saman og hrærið smjörinu síðan saman við. Hrærið eggjunum síðast í deigið. Skiptið deiginu í um 12 muffinsform og bakið við 175° í um 12-15 mínútur.

10 athugasemdir á “Syndsamlega góðar klessukökumuffins

  1. hjálpi mér hvað þær eru góðar! Langaði í e-ð sætt eftir matinn og prófaði þessar. Hættulega góðar og einfaldar.

  2. Ég er ekki með blástursofn og vildi ath. hvort ég ætti að stilla ofninn á lægri eða hærri hita og hvort þær þyrftu að vera lengur í ofninum ??

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s