Mexíkósk kjúklingabaka

Ég ákvað fyrir viku að gera þessa böku í kvöld og er búin að hlakka til í allan dag.  Okkur finnst hún æðislega góð og það er ekki hægt annað en að elska hana. Hún er einföld, fljótgerð og fullkominn endir á vinnuvikunni.  Þið bara verðið að prófa.

Botn

 • 3 dl hveiti
 • 100 gr smjör
 • 2 msk vatn

Fylling

 • 3 kjúklingabringur
 • 1 laukur, hakkaður
 • nokkrir niðurskornir sveppir
 • 1 rauð paprika, skorin smátt
 • 150 gr. rjómaostur
 • 1/2 dós chunky salsa
 • 3 dl rifinn ostur

Hitið ofninn í 225°. Blandið hráefninu í botninn saman þannig að það myndi deigklump, fletjið hann út og fyllið út í bökumót (ég nota oft bara venjulegt kökuform). Forbakið í ca 10 mínútur.

Bræðið smjör á pönnu og mýkið laukinn, sveppina og paprikuna við miðlungsháan hita. Á meðan passar vel að skera kjúklingabringurnar í lekkera bita. Þegar grænmetið er tilbúið er það tekið af pönnunni og kjúklingabitarnir steiktir upp úr smjöri. Bætið grænmetinu aftur á pönnuna ásamt rjómaostinum og salsasósunni og leyfið að malla saman um stund.

Setjið fyllinguna í forbakaðan botninn og stráið rifnum osti yfir. Bakið þar til osturinn er bráðnaður og kominn með fallegan lit.

Berið fram með góðu salati, nachos, sýrðum rjóma og guacamole.

37 athugasemdir á “Mexíkósk kjúklingabaka

 1. Ég eldaði þessa í dag og þetta var algjört hit hérna heima. Mæli eindregið með þessari girnilegu böku!

 2. Frábær síða hjá þér! Hér verð ég fastagestur. Gerðum bökuna í gær, hún er hrikalega góð, og matarmikil. Fáum okkur afgangana í hádeginu í dag. Takk!

  1. Sæl Lína.
   Smörið er svo hart beint úr ískápnum og erfitt að vinna með það þannig að mér finnst best að leyfa því að standa aðeins á borðinu áður en ég nota það. Ef ég er óþolinmóð (sem ég er nú oftast) þá set ég það í örskamma stund í örbylguofninn til að mýkja það aðeins. Það má samt alls ekki verða lint heldur á að vera kallt.
   Bestu kveðjur,
   Svava.

 3. Djúsí og góð baka til að hafa um helgar. Takk fyrir allar uppskriftirnar ákvað bara að byrja á byrjun og fikra mig áfram.

 4. Við vorum að prufa Mexíkóbökuna, hún er mjög góð og verður elduð aftur fljótlegta. Gaman að fylgjast með síðunni, þar er margt sem við munum prufa á næstunni. Takk fyrir.

 5. Snilldarsíða 🙂 Er að fara að versla í Kjúklingabökuna og fylltar tortillaskálar .Hrikalega girnilegt 🙂 Takk fyrir frábæra síðu 🙂

 6. Sæl takk fyrir frábæra síðu er búin að gera þennan rétt, rababarapæ, lasagne, kanilsnúðakökuna ofl hjá þér hvert öðru gott:-)
  Er að spá þegar þú gefur upp hita ertu með blástur?

 7. Þessi baka er algjört æði, vorum öll sammála hér á bæ, þessi baka verður reglulega á borðum hér. Takk fyrir, frábæra síðu. Kv. Halla Sif.

 8. Þessi girnilega baka varð fyrir valinu í kvöld og vakti hún mikla lukku hér á bæ 🙂 hef sett mér það markmið að prufa eina uppskrift frá þér í hverri viku. Erum búin að prurfa fylltu tortilla skálarnar, auðveldu skúffukökuna og nú þetta 🙂 Hvert öðru betra! Takk fyrir frábæra síðu.

 9. Sæl. Var að prófa bökuna og hun bragðaðist mjög vel en eg lenti í smá veseni með deigið. Á að fletja það út með kefli eða bara pressa það út og upp á kantana á forminu? Hvað notar þú ca stórt form? Bestu kv. Oddný

 10. Svövu útgáfa af Mexíkóskri kjúklingaböku verður elduð í San Antonio í kvöld:-) Alltaf örugg með útkomuna þegar uppskriftin er frá þér kæra vinkona.

 11. Frábær réttur.. Við gömlu nutum.. Takk fyrir goða síðu . A eftir að koma aftur.. Hlakka til að prófa kjötbollurnar þinar.:)

 12. Hææ, er ekki alveg eins hægt að nota hakk í staðin fyrir kjúlla ? eða bara hvaða prótein sem er ? 😀

 13. Lítur ótrúlega girnilega út! En ef maður vill hafa bökuna grænmetis, myndi virka að bara sleppa kjúllanum og nota bara meira af grænmetinu og hinu í staðinn? 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s