Lasagna með rjómakremi

Í gær fengum við óvæntan matargest þegar Eyþór bróðir kom til að horfa á leikinn hjá okkur. Ég var ekki í vandræðum með að ákveða hvað ég ætti að elda því mig er búið að langa í þetta lasagna í nokkurn tíma. Ég prófaði þessa uppskrift fyrst fyrir nokkrum vikum og er búin að hugsa um hana síðan. Mér fannst því kjörið tækifæri að draga uppskriftina aftur fram og bjóða Eyþóri upp á.

Það sem gerir þetta lasagna frábrugðið því lasagna sem ég geri hvað oftast er balsamik edikið sem fer ákaflega vel með nautakjötinu og tómötunum. Það er heldur ekki notuð klassísk béchamel sósa eða kotasæla heldur er þeytt saman rjóma og sýrðum rjóma í þykkt krem sem er bragðbætt með góðu jurtasalti. Ég hef stundum búið til jurtasalt sjálf og finnst það langbest en það dugar vel að nota gott jurtasalt sem fæst í búðinni.

 • 600 gr nautahakk
 • 1 stór gulur laukur
 • 1 kúrbítur
 • 1 dl balsamik edik
 • 1 dós hakkaðir tómatar
 • jurtasalt
 • pipar
 • smá sykur
 • oregano, timjan og marjoram
 • 3 dl sýrður rjómi
 • 2 dl rjómi
 • jurtasalt
 • 2 dl rifinn ostur
 • lasagneplötur

Hitið ofninn í 200°. Afhýðið og fínhakkið laukinn, skerið kúrbítinn í litla bita og mýkið á pönnu. Takið af pönnunni og steikið nautahakkið.  Þegar nautahakkið er tilbúið þá er kúrbítnum og lauknum bætt aftur pönnuna ásamt balsamik edik, tómötum, jurtasalti, pipar, sykri og kryddjurtum og leyft að sjóða um stund.

Hrærið saman sýrða rjómanum, rjómanum og jurtasaltinu þar til það verður að þykku kremi.

Takið eldfast mót og setjið til skiptist lag af kjötsósunni og lasagna plötur. Endið á kjötsósunni og hellið rjómakreminu yfir. Setjið að lokum rifinn ost yfir og bakið neðarlega í ofninum í ca 30 mínútur.

Berið fram með góðu salati og hvítlauksbrauði.

6 athugasemdir á “Lasagna með rjómakremi

 1. hmm hljómar vel. En svo set ég þá laukinn og kúrbítinn aftur í hakkið ´þegar balsamid dæmið fer í ?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s