Vikumatseðill

Það er orðið langt síðan ég birti hér hugmynd að vikumatseðli. Þið vitið vonandi að ef ykkur vantar hugmyndir að kvöldmat þá getið þið skoðað fyrri matseðla hér. Þessi vika mun hins vegar bjóða upp á svo margt gott og ég veit ekki hvort ég geti beðið eftir japanska kjúklingasalatinu fram á föstudag. Namm!

Fiskur í okkar sósu

Mánudagur: Fiskur í okkar sósu er réttur sem ég fæ ekki leið á.

DSC_7163

Þriðjudagur: Það er orðið allt of langt síðan ég eldaði lasagna með rjómakremi og það kemur því ekki degi of snemma á matseðilinn. Uppskriftin er drjúg og það verður alltaf smá afgangur til að hita upp daginn eftir.

Grjónagrautur

Miðvikudagur: Ég er ekki mikið fyrir grjónagraut en krakkarnir elska hann. Ég hef ekkert fyrir þessum ofnbakaða grjónagrauti og nýti tækifærið til að bjóða þeim upp á hann þegar ég veit að ég mun geta fengið mér afgang frá kvöldinu áður.

Brauð með ítalskri fyllingu

Fimmtudagur: Brauð með ítalskri fyllingu. Ég elska brauð og því kannski engin furða að ég fæ ekki nóg af þessari dásemd.

Japanskt kjúklingasalat

Föstudagur: Japanskt kjúklingasalat þykir mér vera ljúffengur endir á vinnuvikunni. Brjálæðislega gott!

Kladdkaka

Með helgarkaffinu: Sænsk kladdkaka með vanillurjómakremi og jarðaberjum svíkur engan.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s