Japanskt kjúklingasalat

Japanskt kjúklingasalat

Bloggið er í blómstrandi nostalgíukasti þessa dagana. Ég hef verið að garfa í gömlum uppskriftabókum og þá rifjast oft upp góðar uppskriftir sem hafa legið í dvala. Þetta kjúklingasalat var allt of oft í matinn hjá okkur á tímabili og ég held að hvíldin hafi verið kærkomin hjá flestum. Öllu má nú ofgera.

Japanskt kjúklingasalat

Í gær dró ég uppskriftina aftur fram og eldaði salatið góða. Gott ef okkur þótti það ekki bara betra núna en síðast. Hér áður fyrr bakaði ég oftast nanbrauð og bar fram með salatinu en í gær fékk ofnbakað snittubrauð með smjöri, hvítlaukssalti og parmesanosti að duga.

Japanskt kjúklingasalat

Einfalt, fljótlegt og ótrúlega gott!

Japanskt kjúklingasalat

Japanskt kjúklingasalat

 • 1/2 bolli olía
 • 1/4 bolli balsamic edik
 • 2 msk sykur
 • 2 msk sojasósa

Setjið allt í pott og sjóðið saman í u.þ.b. 1 mínútu. Takið af hitanum og hrærið annað slagið í á meðan blandan kólnar (til að sósan skilji sig ekki).

 • 1 poki núðlur (instant súpunúðlur) – ekki kryddið
 • 3-4 msk möndluflögur
 • 1-2 msk sesamfræ

Brjótið núðlurnar smátt niður. Ristið á þurri pönnu, byrjið á núðlunum (því þær taka lengri tíma) og bætið svo möndlum og semsamfræjum á pönna. Ath. að núðlurnar eiga að vera stökkar. Leggið til hliðar.

 • kjúklingabringur 
 • sweet hot chillisósa

Skerið kjúklingabringurnar í strimla og snöggsteikið í olíu. Hellið sweet chillisósu yfir og látið sjóða við vægan hita um stund.

 • salatpoki eða iceberg salat
 • kirsuberjatómatar
 • mangó
 • rauðlaukur

Skerið niður og setjið í botninn á fati. Stráið ristuðu núðlublöndunni yfir, hellið svo balsamicsósunni yfir og að lokum er kjúklingaræmunum dreift yfir.

8 athugasemdir á “Japanskt kjúklingasalat

 1. Gerði þetta salat á föstudaginn og líka brauðið og öllum fannst það æði. Heimasætan sem er 19 hefði verið til í að hafa það sama í matinn í gærkvöldi! Næst er það oreo ostakakan fyrir matarboð á miðvikudaginn. Takk fyrir þessar góðu hugmyndir!

 2. Sæl Svava
  Takk fyrir þessa frábæru síðu, sem ég nota mikið. Ég hef gert þetta salat nokkrum sinnum og alltaf misheppnast dressingin hjá mér sama hversu ég vanda mig við að gera hana. Er að velta fyrir mér hvort að bollastærðin mín sé önnur en þín? Ég er með amerískan „cup“ eftir að ég bjó þar úti og það er alltaf allt svo stórt í Ameríku. Veistu hver hlutföllin eru í desilítrum talið?
  Bestu kveðjur
  Berghildur

 3. Þetta salat er æðislegt og ég er farin að gera það vikulega, það klikkar ekki! Vil þakka kærlega fyrir allar þessar frábæru uppskriftir sem þú deilir hér á síðunni, hef verið fasta gestur á síðunni í mörg ár! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s