Beyglur með beikon-, eggja- og cheddarhræru

Beyglur með beikon-, eggja- og cheddarhræru

Ég get ekki hætt að gleðjast yfir veðurblíðunni sem hefur verið undanfarna daga. Lífið verður svo mikið skemmtilegra þegar veðrið er svona gott. Það er eins og allt lifni við, hverfið iðar af lífi og krakkarnir gefa sér varla tíma til að koma inn að borða. Á sunnudaginn borðuðum við morgunmatinn úti á palli í fyrsta sinn á þessu ári og bæði mánudag og þriðjudag borðaði ég hádegismat undir berum himni, í glampandi sólskini. Það er ekki annað hægt en að gleðjast yfir svona ljúfum dögum.

Beyglur með beikon-, eggja- og cheddarhræru

Um síðustu helgi leitaði ég enn og aftur í smiðju Ree Drummond þegar mig langaði að vera með góðan helgarmorgunverði. Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana og ég hef enn ekki orðið fyrir vonbrigðum með uppskrift frá henni. Þessi var engin undantekning og sló rækilega í gegn hjá krökkunum. Hræruna er hægt að útbúa deginum áður og geyma í ísskáp í lokuðu íláti. Þá tekur enga stund að reiða morgunverðinn fram.

Beyglur með beikon-, eggja- og cheddarhræru

Beyglur með beikon-, eggja- og cheddarhræru (fyllingin dugar á 6 beygluhelminga)

  • 6 beikonsneiðar, steiktar og hakkaðar
  • 6 harðsoðin egg, skurnin tekin af og eggin hökkuð
  • 1 bolli rifinn cheddar ostur
  • 1/2 bolli majónes
  • 1/2 msk Dijon sinnep
  • 1/4 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 tsk Worcestershire sósa
  • 3 beyglur

Hrærið beikoni, eggjum, cheddar osti, majónesi, dijon sinnepi, hvítlauksdufti og Worcestershire sósu saman.

Kljúfið beyglurnar og hitið þær í 200° heitum ofni í 3-4 mínútur. Setjið þá fyllinguna yfir beyglurnar og hitið í 4 mínútur til viðbótar.

Ein athugasemd á “Beyglur með beikon-, eggja- og cheddarhræru

  1. Sæl og takk fyrir góðan vef. Pulled chicken er nýjasta uppáhaldið hjá okkur fjölskyldunni:) En mig langar að spyrja, eru þetta grófar beyglur á myndinni? Ef svo er geturðu þá sagt mér hvar þær fást?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s