Mjúk súkkulaðikaka með vanillukremi og kókos

Mjúk súkkulaðikaka með vanillukremi og kókos

Ég veit ekki hvað er með mig en ég fæ oft svo svakalega löngun í köku og mjólk á kvöldin. Þá baka ég köku eftir kvöldmatinn og hef kvöldkaffi áður en krakkarnir fara að sofa. Mér þykir svo notalegt að setjast niður með þeim yfir spjalli, nýbakaðri köku og köldu mjólkurglasi og varla hægt að enda daginn betur.

Mjúk súkkulaðikaka með vanillukremi og kókos

Þessi kaka gladdi okkur eitt kvöldið í vikunni og vonandi nokkra vinnufélaga mína daginn eftir. Ég var alla vega spurð hvort að uppskriftin færi ekki á bloggið og það gleður mig alltaf. Svo hér kemur hún, á bloggið eins og lofað var. Dásamleg í alla staði og passar stórvel við náttföt, kertaljós og ískalda mjólk.

Mjúk súkkulaðikaka með vanillukremi og kókos

Mjúk súkkulaðikaka með vanillukremi og kókos

  • 2 egg
  • ½ dl sykur
  • 2 tsk vanillusykur
  • 2 msk kakó
  • 2 tsk lyftiduft
  • 75 g smjör, brætt
  • 3/4 dl mjólk
  • 2  1/4 dl hveiti

Glassúr

  • ½ msk vanillusykur
  • 3 dl flórsykur
  • 35 g smjör, brætt
  • 2-4 msk vatn

Til að strá yfir kökuna

  • kókosmjöl

Hitið ofninn í 180°. Hrærið egg og sykur saman þar til létt og ljóst. Bætið hinum hráefnunum saman við og hrærið snögglega saman í deig. Passið að hræra ekki of lengi því þá er hætta á að kakan verði þung í sér og seig. Setjið deigið í smurt form (um 24 cm í þvermál) og bakið kökuna í 15-20 mínútur, eða þar til prjóni sem er stungið í kökuna kemur hreinn upp.

Glassúr: Hrærið öllum hráefnum saman í skál. Notið vatnið til að ná réttri áferð og þykkt á glassúrnum.

Þegar kakan hefur kólnað þá er glassúrinn settur yfir hana og kókosmjöl stráð strax yfir glassúrinn.

 

4 athugasemdir á “Mjúk súkkulaðikaka með vanillukremi og kókos

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s