Föstudagskvöld

Síðasta föstudagskvöld naut ég lífsins í Stokkhólmi og í kvöld hef ég það notalegt hér heima með krökkunum. Bæði er svo ljúft! Gunnar er að fara á fótboltaæfingu og eftir hana fara strákarnir á nýársball en við hin erum búin að setja nammi í skál og ætlum að eiga rólegt kvöld hér heima. Við  vorum að byrja að horfa á Big Little Lies á maraþoninu og getum ekki hætt. Ef þið hafið ekki séð þættina þá get ég bara sagt að þeir lofa góðu!

Eigið gott föstudagskvöld ♥

SaveSave

SaveSave

Litlar After Eight pavlovur

Hér kemur síðasta uppskriftin frá áramótunum okkar, nefnilega eftirrétturinn. Ég er vön að vera með tvenna eftirrétti á gamlárskvöld en núna lét ég einn duga. Ég gerði litlar pavlovur með After eight bæði í botninum og í rjómanum. Svo gott!

Botnana gerði ég kvöldið áður. Ég bræddi líka súkkulaðið í rjómanum þá og geymdi í ísskáp yfir nóttu. Daginn eftir þeytti ég súkkulaðirjómann upp og sprautaði yfir botnana. Áður en ég bar kökurnar  fram skreytti ég þær með berjum og Afteri eight plötu sem hafði verið skorin í þríhyrning. Þar sem við elskum rjóma í þessar fjölskyldu (ja, allir nema Hannes. Hann borðar helst ekki rjóma, ótrúlegt en satt) þá bar ég léttþeyttan rjóma með til hliðar.

After Eight pavlovur – uppskriftin gefur 12 litlar pavlovur

Botnar:

 • 4 eggjahvítur við stofuhita
 • 2 dl sykur
 • 1/2 tsk balsamik edik
 • 50 g After Eight

Yfir pavlovurnar

 • 200 g After Eight
 • 2 dl rjómi
 • fersk ber og kökuskraut til að setja yfir

Setjið eggjahvíturnar í skál og þeytið, fyrst hægt en aukið svo hraðan. Þegar eggjahvíturnar byrja að þykkna er sykrinum bætt út í smátt og smátt á meðan hrærivélin gengur. Þeytið áfram þar til marensinn er orðinn glansandi og vel stífur. Bætið balsamik ediki út í undir lokin. Bræðið nú After Eight og blandið varlega saman við marensinn. Látið helst súkkulaðirendurnar sjást.

Hitið ofninn í 150°. Setjið bökunarpappír og ofnplötu og setjið marensinn í sprautupoka (eða mótið pavlovurnar með tveim skeiðum). Sprautið 12 pavlovur á bökunarpappírinn og látið vera smá dæld í miðjunni á þeim. Bakið í neðri hluta ofnsins í um 60 mínútur. Látið kólna alveg áður en fyllingin er sett yfir.

Hitið rjóma að suðu, takið pottinn af hitanum og leggið After Eight plöturnar í pottinn. Hrærið saman þar til súkkulaðið er alveg bráðnað. Látið After Eigth rjómann kólna alveg í ísskáp (það er sniðugt að gera þetta kvöldið áður svo rjóminn geti kólnað yfir nóttu). Þeytið Afteri Eight rjómann upp og setjið yfir pavlovurnar. Skreytið með ferskum berjum, After Eight plötum og kökuskrauti.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Nýtt ár og nýtt útlit á blogginu!

Gleðilegt nýtt ár! Eins og glöggir lesendur taka kannski eftir þá hefur bloggið fengið andlislyftingu og það ekki degi of seint. Ég var farin að hálf skammast mín fyrir að vera með margra ára mynd á forsíðunni og fannst kominn tími á breytingu. Ég ákvað því að byrja nýtt ár með nýju útliti hér á blogginu og vona að þið séuð jafn ánægð með breytinguna og ég. Núna eru myndirnar orðnar stærri og textinn líka. Það þarf eflaust að fínpússa eitthvað og allar ábendingar eru vel þegnar.

Við erum að skríða saman eftir gærkvöldið og það mun eflaust enginn fara úr náttfötunum hér í dag. Ég ætla að taka saman vinsælustu uppskriftirnar á blogginu árið 2017 og birta hér að því loknu. Þangað til langaði mig bara til að kíkja inn með nokkrum myndum frá áramótunum okkar.

Ég held að ég hafi aldrei átt jafn afslappaðan gamlársdag. Dagurinn hófst í göngu um Öskjuhlíðina með vinkonum, í tilefni af afmæli einnar úr vinkonuhópnum, þar sem boðið var upp á heitt súkkulaði og mjúkar kringlur í miðri göngu. Veðrið var kalt en fallegt og loftið brakandi ferskt. Svo ólýsanlega hressandi og góð byrjun á deginum.

Eftir gönguna hófst undirbúningurinn fyrir kvöldið. Við vorum með humar í forrétt (uppskriftin er væntanleg), hægeldaðar nautalundir í aðalrétt og litlar pavlovur í eftirrétt. Allt var svo gott! Yfir skaupinu vorum við með snakk og nammi og eftir að búið var að sprengja upp vorum við með ostabakka.

Gunnar strengdi það áramótaheit í fyrra að borða ekkert nammi árið 2017. Það stóð hann við! Ég dáist að honum, þvílíkur sjálfsagi! Þau systkinin fóru svo saman á nammibarinn á gamlársdag og eftir miðnætti í gær, þegar hann var búinn að vera nammilaus í heilt ár og staðist áramótaheitið, var nammipokinn loksins opnaður.

Nú tekur nýtt ár við sem ég vona að verði það besta hingað til!

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Síðasti dagur ársins…

Ég er vön að eyða þessum degi í eldhúsinu frá morgni til kvölds en ákvað að breyta aðeins til þetta árið. Þannig að í staðin fyrir að elda kalkún með öllu tilheyrandi, eins og ég hef gert svo lengi sem minnið nær, þá ætlum við að vera með humar og nautalund í kvöld. Það var því engin vekjaraklukka sem hringdi í morgun þar sem það lá ekkert á að komast í eldhúsið. Lúxus!

Það er varla hægt að fara í gegnum þennan síðasta dag ársins án þess að líta yfir árið sem leið. 2017 var alls konar ár sem bauð upp á óteljandi gleðistundir en lífið minnti líka á sig með alvarlegum veikindum, sem fóru vel að lokum. Það sem stendur þó upp úr eru allar góðu stundirnar. Það var hellingur af þeim! Við kveðjum árið uppfull af þakklæti fyrir góða heilsu og allar þær skemmtilegu minningar sem urðu til á árinu.

Við ferðuðumst svolítið á árinu. Við fórum strax í byrjun árs til Stokkhólms þar sem við áttum svo yndislega daga að daginn sem við komum heim bókaði Hannes aðra ferð að ári (sem býður okkar núna eftir áramót). Það er lúxus að framlengja jólafríinu svona.

Í mars fórum við til Boston þar sem Hannes þurfti að fara á fundi. Ég naut þess að rölta um borgina á meðan og þegar leið á daginn hittumst við á Eataly yfir ostum og rauðvínsglasi áður en við rötlum áfram. Kvöldunum eyddum við ýmist í boðum eða á veitingastöðum. Dásamlegt í alla staði.

Við fögnuðum sumardeginum fyrsta í París með vinnunni minni. Við Hannes höfðum verið í París haustið áður og núna var gaman að upplifa vorið þar. Við fórum í vínsmökkun, hjólaferð, borðuðum æðislegan mat og röltum um borgina. Frábær ferð!

Í júní tókum við skyndiákvörðun og bókuðum aðra Stokkhólmsferð með dags fyrirvara. Veðrið lék við okkur og borgin sýndi sínar bestu hliðar.

Í ágúst héldum við svo á vit ævintýrana og flugum til Balí. Þar eyddum við ævintýralegum vikum en veikindi og spítaladvöl settu öll ferðaplön á hliðina. Ég endaði á að eyða 13 dögum af ferðinni ein á þvælingi um Balí og upplifið margt og mikið. Þrátt fyrir allt get ég ekki annað sagt en að Balí er yndisleg!

Við ferðuðumst lítið innanlands þetta árið en áttum þó yndislega helgi í Vestmannaeyjum í júní. Síðar um sumarið fórum við í dagsferð um suðurlandið með mömmu. Við komum víða við, fengum okkur hádegisverð í Friðheimum og enduðum daginn í kaffi í sveitinni hjá mömmu hans Hannesar. Ferðaárinu lauk svo með vinafólki í bústað í nóvember.

Í haust hófu strákarnir sitt síðasta grunnskólaár og ég get ekki vanist þeirri tilhugsun að eiga bara menntaskólabörn næsta haust. Það verður stórskrítið. Ef allt gengur eftir mun Malín klára stúentinn á árinu en ég er svo hjátrúarfull að ég þori varla að hugsa út í það…

Mig langar til að þakka ykkur samfylgdina á árinu. Ég er svo þakklát fyrir hvað þið eruð mörg sem lesið hér á hverjum degi og hvað ég fæ oft fallegar kveðjur frá ykkur. Þær eru ómetanlegar. Frá dýpstu hjartarótum óska ég ykkur gleðilegs árs og vona að 2018 muni dekra við okkur!

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Þeytt brúnað smjör

Ég sýndi í stories á Instagram í síðustu viku hvernig þeytt brúnað smjör er gert (svo einfalt!) en það er auðvitað best að setja aðferðina líka hingað inn svo hægt sé að fletta henni upp. Mér þykir þeytt smjör svo brjálæðislega gott og þarf alltaf að passa að borða mig ekki sadda af brauði með þeyttu smjöri þegar ég fer út að borða og það kemur brauð með góðu smjöri á borðið fyrir matinn.

Það er ofureinfalt að útbúa þetta góða smjör til og það geymist vel í loftþéttri krukku við stofuhita. Smjörið er einfaldlega gert þannig að saltlausu smjöri (þetta í grænu umbúðunum) er skipt til helminga. Annar helmingurinn er bræddur í þykkbotna potti yfir miðlungshita þar til það byrjar að brúnast. Þegar smjörið er orðið fallega gyllt, kominn góður hnetuilmur af því, brúnir flekkir farnir að myndast á yfirborðinu og froða komin yfir allt þá er slökkt á hellunni og potturinn tekinn af. Látið smjörið kólna við stofuhita, helst yfir nótt. Geymið hinn helming smjörsins líka við stofuhita. Þegar brúnaða smjörið hefur kólnað (það mun hafa fljótandi áferð þrátt fyrir að hafa náð stofuhita) eru bæði smjörin sett saman í hrærivél og þeytt í um 10 mínútur. Þá er smjörið orðið loftmikið, ljóst og fallegt. Saltið með góðu sjávarsalti eða berið saltið fram með smjörinu þannig að hver og einn getur stjórnað saltmagninu sjálfur.

Smjörið er æðislegt með nýbökuðu brauði, eins og t.d. New York Times brauðinu góða.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 

Túnfisksalat með kotasælu

Ég reyni að eiga alltaf gott millimál sem er auðvelt að grípa í. Ég á til dæmis alltaf hrökkbrauð í skápnum og mér þykir mjög gott að eiga þetta túnfisksalat í ísskápnum. Bæði hef ég tekið það með mér í vinnuna og borðað í hádeginu eða átt það heima í ísskápnum til að fá mér eftir vinnu. Fljótlegt, hollt og gott!

Túnfisksalat með kotasælu

 • 1 dós túnfiskur
 • 200 g kotasæla
 • 1/2 rauðlaukur, hakkaður
 • 1 msk kapers
 • 2 tsk dijon sinnep
 • 2 egg, hökkuð
 • salt og pipar

Blandið öllu saman.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Föstudagur

Mikið var ljúft að fá tvo föstudaga í einni og sömu vikunni. Á miðvikudagskvöldinu (sem var hálfgert föstudagskvöld þar sem það var frídagur daginn eftir) var ég sofnuð fyrir ellefu en er öllu brattari í kvöld. Við erum búin að borða mexíkóska kjúklingasúpu (í milljónasta skipti, en hver að telja!) og ætlum að eiga rólegt kvöld yfir sjónvarpinu. Vinsælasta sjónvarpssnarlið er Nutellaídýfan, ég hef þegar sett uppskriftina hingað inn en hún er bara svo góð að hún þolir vel að birstast aftur!

Nutellaídýfa – uppskrift frá Mitt Kök

 • 2,25 dl rjómi
 • 2,25 dl rjómaostur (ég var með frá Philadelphia)
 • 1,5 – 2 dl Nutella
 • 3 msk flórsykur

Þeytið rjómann loftkenndan og léttann. Setjið rjómaost og flórsykur í aðra skál og hrærið saman. Hrærið Nutella saman við rjómaostinn. Hrærið að lokum þeytta rjómanum varlega saman við.

Setjið í skál og berið fram með ávöxtum, berjum og/eða banana.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í