New York Times-brauð

Það er orðið langt síðan ég setti inn uppskrift að brauði. Upp á síðkastið hefur brauðbakstur minn verið nokkuð einhæfur því ég, eflaust síðust af öllum, uppgötvaði hið margrómaða New York Times-brauð sem einnig gengur undir nafninu „No-knead bread“.

Þetta brauð er meiriháttar gott og þó það þurfi að hefast í amk 12 klst þá er vinnuframlagið í algjöru lágmarki. Ég set hráefnið í skál að kvöldi og rétt hræri því saman með sleif, set plastfilmu yfir skálina og læt hana standa á borðinu þar til daginn eftir. Oftast helli ég deginu þá, sem minnir helst á graut eftir alla þessa hefun, á hveitistráð borð og rétt set það saman í kúlu sem ég læt hefast undir viskastykki í tvo tíma til viðbótar. Ég hef sleppt þessari seinni hefun og verð að viðurkenna að ég fann engan sérstakan mun. Mikilvægast er síðan að baka brauðið í funheitum ofni í lokuðum potti sem er hitaður í ofninum áður en brauðið fer í hann.

Ég smakkaði þetta brauð fyrst á makkarónu-námskeiðinu hjá Salt Eldhúsi og varð mjög spennt að prófa að baka það. Á morgun fer ég á jólagaldra-námskeiðið og ég get ekki beðið. Ég hlakka svo til að eyða kvöldinu í jólaundirbúning og það verður frábært að eiga góðgæti til að njóta yfir aðventuna. Ég ætla að reyna að muna eftir myndavélinni og get þá sýnt ykkur myndir frá kvöldinu.

New York Times-brauð

 • 3 bollar hveiti
 • ¼ tsk þurrger
 • 1 ¼ tsk salt
 • 1 ½ bolli + 2 msk vatn (ég hef það alltaf við stofuhita)

Blandið hveiti, þurrgeri og salti saman í skál og hrærið vatni saman við. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið hana standa við stofuhita í amk 12 klst. en helst í 18 klst.

Hellið deginu á hveitistráð borð og stráið hveiti líka yfir degið. Brjótið degið saman þannig að það myndi nokkurs konar kúlu og látið hefast undir viskastykki í 2 klst.

Setjið lokaðan ofnpott í ofn og hitið í 230°. Takið ofnpottinn út, setjið brauðið ofan í hann, lokið pottinum og setjið hann aftur í ofninn í 30 mínútur. Takið lokið af og bakið áfram í 5-10 mínútur.

Ein athugasemd á “New York Times-brauð

 1. Úbbs á þennan fínan pott með þykku glerloki. Er með hann í ofninum „as we speak“ og bíð eftir að heyra sprengihljóð. Nei annars, þessi pottur ætti betur að halda, hann kostaði hvítuna úr augum okkar hjóna.

 2. Brauðið heppnaðist svona líka vel – með einni undantekningu þó. Mér fannst botninn of harður. Hefurðu skýringu á því fyrir mig? Of heitur ofn jafnvel? Plís gef mér komment.

  1. Gott að sjá að brauðið hafi heppnast og ég vona að glerlokið á pottinum hafi ekki sprungið. Ég hef stundum lent í því að botninn sé harður og hef ekki áttað mig á ástæðunni. Mér finnst þó eins og það gerist síður ef ég tek brauðið úr pottinum um leið og það kemur úr ofninum. Það gæti þó verið tilviljun. Ætla að reyna að finna út úr þessu og læt þig vita ef það tekst 🙂

   1. Nú veit ég að ég er með sólítt ofnpott sem ég keypti mér í Svíþjóð fyrir margt löngu (Í Fimmunni í Gtb.). En smyrðu pottinn? Ég gerði það og var að velta því fyrir mér hvort sú væri ástæðan.
    En svona í „förbifarten“ þá elska ég bloggið þitt. Þú ert svo ótrúlega hugmyndarík og best þykir mér að lesa þegar ég er vel mett.
    Jenný

 3. Hæ og takk fyrir snilldar blogg, en ma baka þetta í eldföstu móti með loki? Þarf að smyrja formið? Og hefuru prófað það með heilhveiti? Sorry sp. Flóðið
  Kv. Steinunn

  1. Já, þú getur vel bakað brauðið í eldföstu móti ef það er með loki. Ég smyr ekki pottinn sem ég baka brauðið í en það væri kannski öruggara að smyrja mótið. Ég hef stundum sett heilhveiti í brauðið en þá þarf að passa að nota ekki of mikið af því þar sem brauðið getur orðið of þungt. Notaðu 1/4 heilhveiti á móti 3/4 hveiti og settu jafnvel líka 3-4 msk af þriggjakorna blöndu ef þú vilt hafa brauðið grófara. Það er líka gott að nota 1/4 af byggi á móti 3/4 af hveiti og setja smá kúmet út í.

 4. Sæl svava. Get eg notað ferskt ger i stað þurrgers? Og hvað mikið þá af þvi ? Bestu kveðjur og innilega takk fyrir þessa frabæru síðu þína 🙂

 5. Sæl, var að spá í að tvöfalda uppskriftina og baka í stórum potti. Hvað ætli ég þurfi að lengja bökunartímann mikið? Með kveðju, Soffía dyggur lesandi 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s