Vikumatseðill

Vikumatseðill

Í gærkvöldi gerði ég uppáhalds granólað mitt og í leiðinni furðaði mig á því af hverju ég geri það ekki oftar. Þetta tekur enga stund! Það var því extra notalegt að koma fram í morgun, vitandi að það biði mín góður morgunverður án nokkurar fyrirhafnar. Besta byrjunin á deginum.

Matseðillinn fyrir komandi viku gefur hálfgert frí frá eldhúsinu á miðvikudeginum því þá er afgangur nýttur frá deginum áður. Uppskriftin er nefnilega stór og dugar vel í tvær máltíðir. Á föstudeginum er ein uppáhalds pizzan mín (ef þið hafið ekki gert hana þá hvet ég ykkur til að prófa!) og með helgarkaffinu kleinuhringir sem mig hefur langað í undanfarna daga. Ég fæ reglulega spurningar um kleinuhringjaformið sem ég nota og bendi því á að ég sá það um daginn í Hagkaup í Garðabæ (við endann á rekkanum með bökunarvörunum). Kostar ekki mikið og er hverrar krónu virði!

Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

Mánudagur: Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

Chili con carne

Þriðjudagur: Chili con carne og New York Times-brauð

Chili con carne

Miðvikudagur: Chili con carne með grænmeti í tortillavefju

Rjómalöguð kjúklingasúpa

Fimmtudagur: Rjómalöguð kjúklingasúpa

Pizza

Föstudagur: Mexíkó pizza

Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir

Með helgarkaffinu: Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir

Færðu inn athugasemd