Vikumatseðill og jólavörur

Vikumatseðill og jólavörurÉg er svo glöð yfir því að nóvember sé runninn upp. Mánuðurinn sem fyrsta aðventan fellur á. Það sem ég hlakka til! Þegar ég gerði vikuinnkaupinn um síðustu helgi gaf ég mér góðan tíma í að skoða jólavörurnar sem voru komnar í Hagkaup. Það var tvennt sem fékk að fylgja með heim, annars vegar glerkúpullinn á myndinni fyrir ofan sem hreindýrin mín munu fá að liggja í yfir aðventuna og hins vegar nýr jólatrésfótur. Mig hefur lengi dreymt um hvítan jólatrésfót sem er í laginu eins og stjarna og hef upp á síðkastið leitað af slíkum á netinu. Var eiginlega búin að gefa upp alla von á að finna hann hér heima og komin á það að panta hann erlendis frá. Ég ætlaði því varla að trúa mínum eigin augum þegar ég sá hann í Hagkaup, alveg eins fót og ég hafði hugsað mér!  Fóturinn er úr stáli, er þungur, massívur og alveg nákvæmlega eins og mig langaði í. Þvílík heppni!Vikumatseðill og jólavörur

Það er svolítið síðan ég setti vikumatseðil inn en þið vitið vonandi að ef þið skrifið vikumatseðill í leitina þá koma þeir allir upp. Nú þegar það er farið að dimma snemma og kólna í veðri þá langar mig alltaf meira í haustlegri mat. Súpur, kássur og kósýheit með fjölskyldunni og logandi kertaljós á matarborðinu. Það er einn af mörgum kostum vetrarins, hvað allt verður notalegt. Elska það.

Vikumatseðill

Ítalskur lax með fetaostasósu

Mánudagur: Ítalskur lax með fetaostasósu

Innbakað nautahakk

Þriðjudagur: Innbakað nautahakk

Grjónagrautur

Miðvikudagur: Ofnbakaður grjónagrautur

Kasjúhnetukjúklingur

Fimmtudagur: Kasjúhnetukjúklingur

Tacopizzubaka

Föstudagur: Tacopizzubaka

Kúrbítsbrauð með valhnetum og súkkulaði

Með helgarkaffinu: Kúrbítsbrauð með valhnetum og súkkulaði

Vikumatseðill

Vikumatseðill

Í gærkvöldi gerði ég uppáhalds granólað mitt og í leiðinni furðaði mig á því af hverju ég geri það ekki oftar. Þetta tekur enga stund! Það var því extra notalegt að koma fram í morgun, vitandi að það biði mín góður morgunverður án nokkurar fyrirhafnar. Besta byrjunin á deginum.

Matseðillinn fyrir komandi viku gefur hálfgert frí frá eldhúsinu á miðvikudeginum því þá er afgangur nýttur frá deginum áður. Uppskriftin er nefnilega stór og dugar vel í tvær máltíðir. Á föstudeginum er ein uppáhalds pizzan mín (ef þið hafið ekki gert hana þá hvet ég ykkur til að prófa!) og með helgarkaffinu kleinuhringir sem mig hefur langað í undanfarna daga. Ég fæ reglulega spurningar um kleinuhringjaformið sem ég nota og bendi því á að ég sá það um daginn í Hagkaup í Garðabæ (við endann á rekkanum með bökunarvörunum). Kostar ekki mikið og er hverrar krónu virði!

Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

Mánudagur: Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

Chili con carne

Þriðjudagur: Chili con carne og New York Times-brauð

Chili con carne

Miðvikudagur: Chili con carne með grænmeti í tortillavefju

Rjómalöguð kjúklingasúpa

Fimmtudagur: Rjómalöguð kjúklingasúpa

Pizza

Föstudagur: Mexíkó pizza

Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir

Með helgarkaffinu: Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir

Vikumatseðill

Þjóðhátíðardagurinn setur svip sinn á komandi viku og aftur er stutt vinnuvika framundan. Við förum alltaf á Rútstún á 17. júní og mér heyrist á krökkunum að það verði engin breyting þar á í ár. Þau vilja hvergi annars staðar vera á þessum degi, enda gaman að vera þar sem vinirnir eru. Nú er bara að vona að verðublíðan sem hefur verið upp á síðkastið haldist.

Ef þið eruð að velta kvöldverðum vikunnar fyrir ykkur þá kemur hér hugmynd að matseðli. Ef þið hafið ekki prófað ofnbökuðu kartöfluhelmingana þá mæli ég með að þið gerið það í snatri. Þeir eru guðdómlegir! Hamborgararnir eru sömuleiðis ómótstæðilegir og mér þykir þetta kombó fara vel á þjóðhátíðardeginum. Það er hægt að undirbúa matinn áður en hátíðarhöldin hefjast og þá tekur enga stund að koma matnum á borðið eftir að komið er heim.

Mánudagur: Steiktur fiskur í kókoskarrý

Steiktur fiskur í kókoskarrý

Þriðjudagur: Heimagerðir hamborgarar og ofnbakaðir kartöfluhelmingar

Hamborgarar

Ofnbakaðir kartöfluhelmingar

Miðvikudagur: Sveppasúpa

Sveppasúpa

FimmtudagurPasta með púrrulauk og beikoni

Pasta með púrrulauk og beikoni

Föstudagur: Indverskur kormakjúklingur og nanbrauð

Indverskur Korma kjúklingur og nan-brauð

Með helgarkaffinu: Drömmekage

Drømkage

Vikumatseðill

Vikumatseðill

Þá er enn ein vikan liðin og eins og svo oft áður nýti ég sunnudaginn í að skipuleggja komandi viku. Ég fer yfir það sem er að gerast hjá okkur í vikunni, naglalakka mig og geri vikumatseðil. Hápunktur líðandi viku var þegar við Gunnar gengum á Grimmansfell með vinnufélögum mínum. Gunnar er svo ótrúlega duglegur í fjallgöngunum og mér þykir svo gaman að hafa hann með. Þetta er ómetanleg gæðastund þó að mig langi oft á tíðum til að gefast upp og snúa við á miðri leið! Það er alltaf jafn góð tilfinning að ná toppnum og enn betri að klára göngurnar.

Vikumatseðill

Ég er stundum spurð af því hvort að ég fari eftir þeim matseðli sem ég birti hér á síðunni. Svarið er já og nei. Ég fer eftir honum að hluta til. Ef ég fylgdi þessum matseðlum þá kæmi aldrei neitt nýtt inn á bloggið! Ég geri því matseðil fyrir mig og geri síðan annan byggðann á mínum fyrir bloggið. Ég vona að þeir nýtist ykkur og létti undir í hversdagsamstrinu.

Ofnbakaður fiskur með paprikusósu

Mánudagur: Mig langar að byrja vikuna á ofnbökuðum fiski í paprikusósu.

Pestóbaka með bökuðu grænmeti

Þriðjudagur: Pestóbaka með bökuðu grænmeti er bæði falleg og góð. Hún stendur vel ein og sér en gott salat fer vel með.

Mexíkósk kjötsúpa

Miðvikudagur: Mexíkósk kjötsúpa er fjölskylduvæn og tekur ekki langan tíma að útbúa. Ég ber hana fram með sýrðum rjóma og nachos eða góðu brauði (þar kemur New York Times-brauðið sterkt inn) og allir verða glaðir.

Einfaldur kvöldverður og dásamlegur eftirréttur

Fimmtudagur: Pylsur í þunnbrauðsvefju er bæði einfalt og gott. Heimagerður skyndibiti eins og þeir gerast bestir!

Satay kjúklingasalat

Föstudagur: Satay kjúklingasalat hefur lengi verið í uppáhaldi hjá krökkunum. Hollt, gott og æðislegt í alla staði.

Starbucks sítrónukaka

Með helgarkaffinu: Ég er veik fyrir sítrónukökum og finnst sítrónukakan frá Starbucks æðisleg.

Vikumatseðill

Vöfflur

Á þriðjudaginn er vöffludagurinn í Svíþjóð og ég verð seint þekkt fyrir að láta svo gott tilefni til að borða vöfflur framhjá mér fara. Mér þykja vöfflur æðislega góðar og baka þær oftar en góðu hófi gegnir. Uppskriftin sem ég nota oftast er hér. Þó að vöfflur með þeyttum rjóma og góðri sultu standa alltaf fyrir sínu þá getur verið gaman að breyta til og bera vöfflurnar t.d. fram með Nutella og bönunum eða sem eftirrétt með góðum ís, ferskum berjum og heitri súkkulaði- eða karamellusósu.

Það eru engar vöfflur á matseðli vikunnar en þar má þó finna eitt og annað gott. Ég fékk tölvupóst frá lesanda um daginn sem ætlaði að gera rjómalöguðu kjúklingasúpuna og mig hefur langað í súpuna síðan. Hún fór því beint á vikumatseðilinn. Eins þykir mér mexíkóska lasagnað hennar Nigellu æðislegt og góður endir á vinnuvikunni.

Fiskréttur með blaðlauk og sveppum

Mánudagur: Mér þykir fiskréttur með blaðlauk og sveppum passa vel eftir helgarmatinn.

Skinku- og spergilkálsbaka

Þriðjudagur: Skinku- og spergilkálsbaka er létt og góð máltíð sem ég ber fram með salati.

Rjómalöguð kjúklingasúpa

Miðvikudagur: Ljúffeng rjómalöguð kjúklingasúpa sem lífgar upp á hversdagsleikann.

Pylsupottréttur

Fimmtudagur: Þessi bragðgóði pylsupottréttur með beikoni og sweet chili rjómasósu gleður okkur alltaf.

Mexíkóskt lasagna með avokadó-salsa

Föstudagur: Þetta mexíkóska lasagna með avokadó-salsa er réttur sem ég hef oft gripið til þegar ég á von á gestum. Það er hægt að undirbúa hann deginum áður og þá er lítið mál að hóa í vini í mat eftir vinnu á föstudegi. Rétturinn vekur alltaf lukku.

Bananakaka með Nutella kremi

Með helgarkaffinu: Bananakaka með Nutella-kremi kætir börn sem fullorðna og fer stórvel með helgarkaffinu.

Vikumatseðill

Vikumatseðill

Það sem af er helginni hef ég eytt í mestu makindum. Hitt vinkonu mína, gert vikuinnkaupin, fengið mömmu í kaffi, prjónað og borðað allt of mikið af nammi. Í dag ætla ég að rífa mig upp og ganga Sveifluháls með nokkrum vinnufélögum. Ég veit að það verður frábær ferð og ekki skemmir fyrir hvað veðrið er fallegt.

Eins og svo oft áður vil ég byrja vikuna á fiski og parmesanhjúpaður fiskur stendur efst á óskalistanum hjá mér. Pastagratínið á þriðjudeginum gæti vel dugað í tvær máltíðir, sérstaklega ef þú drýgir það með salati og brauði. Núðlurnar á fimmtudeginum koma skemmtilega á óvart og ef þið hafið ekki prófað mexíkósku kjúklingabökuna þá hvet ég ykkur til þess. Hún hefur verið í uppáhaldi hjá okkur frá því að ég gerði hana fyrst.

Steiktur fiskur í parmesanraspi

Mánudagur: Mér þykir steiktur fiskur í parmesanraspi vera góð byrjun á vikunni.

Pastagratin

Þriðjudagur: Pastagratín vekur alltaf lukku og ég elska að uppskriftin dugar okkur í kvöldmat og nesti daginn eftir.

Sveppasúpa

Miðvikudagur: Mér þykir gott að hafa súpu í miðri viku og þessi sveppasúpa er bæði einföld og góð.

Bragðmiklar tælenskar núðlur með kjúklingi

Fimmtudagur: Jakob mun hoppa hæð sína þegar hann sér þessar bragðmiklu tælensku núðlur með kjúklingi á matseðlinum. Hann gæti lifað á núðlum og þessar eru mjög góðar.

Mexíkósk kjúklingabaka

Föstudagur: Þessi mexíkóska kjúklingabaka er ein af mínum uppáhalds. Ég ber hana fram með salati, nachos, salsa, sýrðum rjóma og guacamole.

möndlukaka

Með helgarkaffinu: Möndlukakan er jafn falleg og hún er góð. Ég hef ekki keypt möndluköku eftir að ég datt niður á þessa uppskrift því þessi er svo margfalt betri og það tekur enga stund að baka hana.

Vikumatseðill

Vikumatseðill

Í gær áttum við Malin mæðgnadag, nokkuð sem við höfum verið duglegar með upp á síðkastið. Mér þykir tíminn líða svo hratt, finnst svo stutt síðan hún var lítil og skrýtið að hugsa til þess að í haust byrji hún í menntaskóla. Ég nýt þess svo að eiga þessar stundir með henni, bara við tvær. Í gær röltum við Laugarveginn, kíktum í búðir og enduðum á Laundromat þar sem við fengum okkur að borða. Eftir það hittum við Ögga og strákana og fórum svo í afmælisveislu. Þaðan fórum við til mömmu í pizzuveislu/kveðjupartý fyrir systur mína sem flaug heim til Köben í dag. Ég er strax farin að sakna hennar.

Vikumatseðill

Ég fékk ábendingu frá lesenda um að setja vikumatseðlana undir uppskriftaflipann til að gamlir vikumatseðlar verði aðgengilegri. Mér þykir þetta góð ábending og lofa að þetta stendur til bóta hjá mér. Þar til ég kem mér í að laga þetta þá bendi ég á að það má finna alla vikumatseðlana með því að velja vikumatseðlar undir efnisflokkaleitinni hér til hliðar.

Matseðill vikunnar er einfaldur og góður. Tælenska kjúklingaenchiladas á föstudeginum er ó svo gott og tilhlökkunarefni fyrir vikuna.

Ofnbakaður fiskur með paprikusósu

Mánudagur: Mér þykir ofnbakaður fiskur í paprikusósu æðislega góður og hef ekkert á móti því að byrja vikuna á honum.

Einfalt og stórgott lasagna

Þriðjudagur: Einfalt og stórgott lasagna borið fram með salati og jafnvel hvítlauksbrauði. Drjúgt og alltaf afgangur til að taka með í nesti daginn eftir eða að nýta í kvöldmat daginn eftir.

Grjónagrautur

Miðvikudagur: Þar sem það er eflaust til afgangur af lasagnanu (nema það hafi verið tekið í nesti) þá þykri mér sniðugt að gera grjónagraut í dag fyrir krakkana og njóta afganganna sjálf. Þau taka grautnum alltaf fagnandi en ég er minna hrifin af honum. Ódýrt, einfalt og góð nýting á hráefnum þar sem afgangurinn af lasagnanu mun klárast.

Spaghettí með ofnbökuðu beikoni í hvítlauksolíu

Fimmtudagur: Spaghetti með ofnbökuðu beikoni í hvítlauksolíu er enn ein dásemdin úr smiðju Nigellu. Einfaldur og stórgóður réttur.

Tælenskt kjúklingaenchiladas

Föstudagur: Tælenskt kjúklingaenchiladas má gjarnan vera á disknum mínum alla föstudaga. Stórkostlega góður réttur!

Eplakaka

Með helgarkaffinu: Mér þykir eplakaka með marsípani fara vel með helgarkaffinu.

Vikumatseðill

Vikuinnkaup

Mér þykir alltaf jafn skrítið hvað helgarnar, og vikurnar ef út í það er farið, líða hratt. Áður en maður veit af er vikan liðin og ný tekin við. Ég kvarta ekki, ég kann ekkert síður við virku dagana en helgarnar. Rútínan á vel við mig.

Ég er vön að skrifa skrifa lista yfir það sem ég þarf að gera og muna. Mér finnst ég þurfa þess til að fá yfirsýn yfir hlutina og til að gleyma þeim ekki.  Til að plana og skipulegg vikurnar. Þessa dagana er jólagjafalistinn sá sem fær mesta athygli, ég skrifa niður þegar mér dettur sniðug jólagjöf í hug. Og svo skrifa ég alltaf matseðil fyrir hverja viku. Það er eflaust uppáhalds listinn minn og sá sem ég legg mestu vinnuna í.  Þá fer ég í gegnum það sem ég á í ísskápnum og frystinum og skoða síðan uppskriftir út frá því. Þetta hef ég gert í fjölda mörg ár og finnst það bæði spara tíma og pening að gera stórinnkaup einu sinni í viku.

Mér datt í hug að deila með ykkur hugmynd að vikumatseðli. Ég vona síðan að þið eigið góða viku framundan.

Fiskur með eggjasósu og beikoni

Mánudagur: Fiskur með beikoni og eggjasósu. Ég byrja vikuna yfirleitt á fiski og þessi fiskréttur er bæði einfaldur og góður. Ekki skemmir fyrir hvað krakkarnir eru hrifin af honum.

Pastagratin

Þriðjudagur: Pastagratin fellur yfirleitt í góðan jarðveg hér heima. Uppskriftin er drjúg og mér þykir gott að taka afganginn með mér í nesti daginn eftir.

Blómkálssúpa

Miðvikudagur: Blómkálssúpa. Ég hef oft súpur í matinn á miðvikudögum.  Með súpunni ber ég ýmist fram heimabakað brauð eða baguette sem ég kaupi frosin í matvörubúðinni og hita upp rétt áður en ég ber súpuna framm.

Einfaldur kvöldverður og dásamlegur eftirréttur

Fimmtudagur: Þunnbrauðsvefja með pylsum og kartöflumús. Á fimmtudögum gerum við stórhreingerningu hér heima fyrir helgina og þá höfum við oftast eitthvað fljótlegt í matinn.

Pizza

Föstudagur: Mexíkópizza. Það hefur engin pizza náð að slá þessa út. Ég hvet ykkur til að prófa!