Pylsupottréttur með beikoni og sweet chili rjómasósu

Í dag hófst skólinn hjá krökkunum á ný og við erum að springa úr spennu og gleði yfir því. Stundaskráin er komin í hús og skólatöskurnar bíða tilbúnar í forstofunni. Mér þykir þessi árstími alltaf svo skemmtilegur og finnst haustið tákna nýtt upphaf, mikið frekar en áramótin.

Jakob er búinn að biðja mig um að gera pylsu-stroganoff síðan ég eldaði það um daginn. Hann fær ekki nóg af því. Í kvöld ætlaði ég að láta það eftir honum en var svo heppin að rekast á uppskrift að öðrum pylsurétti sem ég var spennt að prófa. Okkur fannst hann æðislegur og sósan mjög bragðgóð. Elsku Malín skrapp til vinkonu sinnar fyrir kvöldmat og þegar hún kom heim var rétturinn búinn. Það er því óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn hjá þeim sem í húsi voru.

Pylsupottréttur með beikoni og sweet chili rjómasósu

  • 10 pylsur (ég var með SS-pylsur)
  • 1 bréf beikon
  • 1 peli rjómi (2,5 dl)
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 2 tsk sojasósa
  • 2 msk sweet chili sósa
  • salt
  • pipar

Skáskerið pylsurnar og skerið beikonið í bita. Steikið pylsurnar og beikonið á pönnu þar til það byrjar að fá fallega steikarhúð. Bætið rjóma, sýrðum rjóma, sojasósu og sweet chili sósu á pönnuna og leyfið að sjóða við vægan hita um stund svo að sósan fái bragð frá pylsunni og beikoninu. Smakkið til með pipar og salti.

6 athugasemdir á “Pylsupottréttur með beikoni og sweet chili rjómasósu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s