Pylsu-stroganoff

Þegar við bjuggum í Svíþjóð þá var pylsu-stroganoff uppáhaldsmatur krakkana. Ég hef ekki eldað það síðan við fluttum heim en í vikunni fékk ég svo ótrúlega löngun í þennan mat að ég varð ekki róleg fyrr en ég var búin að elda hann. Það er einhver sjarmi yfir þessu og ég á erfitt með að setja fingurinn á það hver hann er. Kannski eru það bara minningarnar frá því þegar við bjuggum úti og borðuðum þetta nánast vikulega, enda bæði ódýrt og fljótlegt og hentaði okkur því mjög vel á þeim tíma.

Ég ætla ekki að reyna að halda því fram að þetta sé það besta sem þið eigið eftir að smakka en það geta ekki alltaf verið jól. Mér finnst þetta góður hversdagsmatur og krakkarnir elska hann. Ég verð alltaf svo glöð þegar þau borða vel og Jakob borðaði fjóra diska af matnum og spurði síðan hvort ég geti eldað þetta í hverri viku. Mér finnst varla hægt að fá betri einkunn fyrir kvöldmatinn.

Pylsu-stroganoff

  • 500 gr pylsur (t.d. 1 tvöfaldur pakki af SS-pylsum)
  • 1 laukur
  • 1 msk paprikukrydd
  • 2 msk hveiti
  • 3 dl mjólk
  • 2 dl rjómi
  • 2 msk tómatpuré
  • 3 msk tómatsósa
  • salt og pipar

Skerið pylsurnar í bita og skerið laukinn fínt niður. Steikið þetta í smjöri á pönnu þar til laukurinn og pylsurnar hafa fengið fallegan lit. Stráið paprikukryddi og hveiti yfir og leyfið að hitna vel áður en þið hellið 2 dl af mjólkinni yfir. Leyfið þessu að sjóða þar til sósan verður þykk. Bætið rjómanum saman við og restinni af mjólkinni ef sósan er of þykk. Bragðbætið með tómatpuré, tómatsósu, salt og pipar. Látið sjóða í 5 mínútur.

Ef þú átt steinselju eða graslauk þá er um að gera að dreifa því yfir réttinn áður en hann er borinn fram. Berið fram með hrísgrjónum eða kartöflumús.

6 athugasemdir á “Pylsu-stroganoff

  1. Svava.. Takk f mjög skemmyilegt blogg. Tetta eldadi eg a laugardagskvöldid sidasta ( finnst tetta samt ekki vera svona laugardagsmatur)– krakkapukinn bordar svo litid svo var bara gert fyrir hana… Brynju fannst tetta ofsalega gott..
    Eg tarf ad setjast nidur v tawkifaweu og lesa ALLAR uppskriftirnar en i fljotu bragdi synist mer vera ansi margar girnilegar kökur!!

  2. Þessa geri ég oft fyrir okkur hjónaleysin og er þetta okkar uppáhalds kósímatur. Ekkert smá einfalt og gott, líka fyrir fullorðna 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s