Hafra- og speltbrauð með kúmeni

Það er langt síðan ég byrjaði að baka brauðin okkar og mér finnst vera himinn og haf á milli heimabakaðs og aðkeypts brauðs. Heimabökuðu brauðin eru stútfull af kornum og góðgæti og standa með mér allan morguninn. Þegar ég á ekki heimabakað brauð er algjör vandræðagangur á mér og ég veit ekkert hvað ég á að fá mér í morgunmat. Ég enda oftast á einhverju morgunkorni og er síðan orðin svöng aftur áður en ég næ að ganga frá diskinum.

Það tekur enga stund að baka gott brauð og auðvelt að breyta uppskriftunum eftir því sem er til í skápunum. Ég á mér tvenn uppáhalds brauð sem ég skiptist á að baka, þetta brauð og þetta hafra- og speltbrauð. Þau eru mjög ólík en mér þykja þau bæði svo góð. Þessa uppskrift fékk ég hjá Svanhvíti systur minni. Þegar hún sendi mér uppskriftina sagði hún að brauðið væri svo ljúft og gott á bragðið og ég gæti ekki verið meira sammála henni. Þess að auki er það ótrúlega fljótlegt og fullt af hollustu.

Hafra- og speltbrauð

  • 4 dl spelt (ég nota fínmalað)
  • 1 dl graskersfræ
  • 1 dl hörfræ
  • 1 dl sólblómafræ
  • 1 dl tröllahafrar eða haframjöl
  • 1 msk vínsteinslyftiduft
  • 1 1/2 tsk kúmen
  • 1/2 tsk salt
  • 2-3 msk hunang
  • 2 1/2 dl vatn
  • 1 msk sítrónusafi

Hitið ofninn í 180°. Blandið þurrefnum saman í skál ásamt hunangi, hellið vatni og sítrónusafa yfir og hrærið öllu rólega saman. Setjið í smurt brauðform og bakið í 35-40 mínútur.

9 athugasemdir á “Hafra- og speltbrauð með kúmeni

  1. Var að prufa þessa uppskrift en brauðið lyftist ekkert – varð frekar klesst – samt bragðgott. Hvað getur valdið þessu?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s