Rifinn svínahnakki í BBQ-sósu

Í dag fór Malín til Svíþjóðar  og verður þar næstu tvær vikurnar. Hún er búin að hlakka til í allt sumar en ég er strax farin að telja niður dagana þar til ég fæ hana aftur heim. Við vorum með smá kveðjukvöld í gær, buðum mömmu og Eyþóri í mat og spiluðum síðan fram á kvöld.

Ég held að ég hafi aldrei haft jafn lítið fyrir matarboði og í gær. Eldamennskan stóð í 10 klukkutíma en snemma um morguninn var nánast allt klárt. Á innan við hálftíma var ég búin að koma kjötinu í ofninn, búa til ís og ganga frá í eldhúsinu.

Ég var með hægeldaðan svínahnakka í BBQ-sósu sem ég eldaði í ofnpotti í um 10 klukkustundir við 110 gráðu hita. Ég gerði ekkert við það í þessa 10 tíma heldur leyfði kjötinu að eldast í friði, án þess að ausa yfir það eða snúa því. Þegar það kom úr ofninum var það svo mjúkt að það datt í sundur, alveg eins og ég vildi hafa það. Það má segja að kjötið sé tilbúið þegar það rifnar auðveldlega í sundur með gaffli. Ég bar kjötið rifið fram í hamborgarabrauði og sem meðlæti var ég með kál, avokado, papriku, rauðlauk, tómata, beikon, ofnbakaðar kartöflur, sósur og nachos. Það gátu því allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hægeldaður svínahnakki

 • svínahnakki í sneiðum
 • reykt paprikukrydd
 • paprikukrydd
 • cayanne pipar
 • cummin
 • maldon salt
 • BBQ-sósa
 • laukur, skorinn í grófa bita
 • hvítlaukur

Hitið ofninn í 110°. Nuddið kryddinu vel á kjötið og setjið í leirpott eða ofnpott. Skerið laukinn í grófa bita og bætið í pottinn ásamt heilum hvítlauksrifum. Hellið BBQ-sósu yfir og lokið pottinum. Setjið í ofninn og leyfið að eldast í 8-10 klukkutíma.

Þegar kjötið er tilbúið er það veitt upp úr pottinum og soðið sigtað í pott. Hendið lauknum frá. Leyfið soðinu að sjóða um stund á meðan kjötið er rifið niður (það á að gerast mjög auðveldlega eftir allan þennan tíma í ofninum). Þegar soðið hefur soðið niður er því hellt yfir niðurrifið kjötið.

Þetta er æðisleg aðferð til að elda kjötið því það verður svo bragmikið, meyrt og gott . Það er t.d. gott að setja það á samlokur, á pizzur, í tortilla kökur eða í hamborgarabrauð.

 

 

13 athugasemdir á “Rifinn svínahnakki í BBQ-sósu

   1. Þetta er æðislegt 🙂 búin að elda nokkrum sinnum en er með svona gamaldagsofnpott og stilli á 100°hjá mér og það er frábært eftir 5 tíma ;).

 1. Hljómar rosalega girnilega, en eru einhverjar mælieiningar á innihaldsefninu, eða er maður bara í dash..inu ? 😉

  1. Já, því miður var ég ekki með nákvæmar mælieiningar heldur skellti bara dashi af öllu. Ég þarf að bæta úr þessu og mæla næst þegar ég elda réttinn 🙂

 2. Sæl, er voða spennt fyrir að prófa þessa uppskrift og hef verið að skoða ðarar uppskriftir af pulled pork á netinu sem gerðar eru í dutch owens en þar er yfirleitt talað um að eldunartíminn sé í kringum 4 tíma , var að velta fyrir mér hvaðan þessi 10 tímar koma hjá þér og hvernig ofnílát þú notar ? 🙂

 3. Sælar vona að þú sért búin að elda Hægeldaður svínahnakki og gætir sagt manna scoa sirka hvað mikkið af kryddi þarf í þennan rétt

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s