Rifinn svínahnakki í BBQ-sósu

Í dag fór Malín til Svíþjóðar  og verður þar næstu tvær vikurnar. Hún er búin að hlakka til í allt sumar en ég er strax farin að telja niður dagana þar til ég fæ hana aftur heim. Við vorum með smá kveðjukvöld í gær, buðum mömmu og Eyþóri í mat og spiluðum síðan fram á kvöld.

Ég held að ég hafi aldrei haft jafn lítið fyrir matarboði og í gær. Eldamennskan stóð í 10 klukkutíma en snemma um morguninn var nánast allt klárt. Á innan við hálftíma var ég búin að koma kjötinu í ofninn, búa til ís og ganga frá í eldhúsinu.

Ég var með hægeldaðan svínahnakka í BBQ-sósu sem ég eldaði í ofnpotti í um 10 klukkustundir við 110 gráðu hita. Ég gerði ekkert við það í þessa 10 tíma heldur leyfði kjötinu að eldast í friði, án þess að ausa yfir það eða snúa því. Þegar það kom úr ofninum var það svo mjúkt að það datt í sundur, alveg eins og ég vildi hafa það. Það má segja að kjötið sé tilbúið þegar það rifnar auðveldlega í sundur með gaffli. Ég bar kjötið rifið fram í hamborgarabrauði og sem meðlæti var ég með kál, avokado, papriku, rauðlauk, tómata, beikon, ofnbakaðar kartöflur, sósur og nachos. Það gátu því allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hægeldaður svínahnakki

  • svínahnakki í sneiðum
  • reykt paprikukrydd
  • paprikukrydd
  • cayanne pipar
  • cummin
  • maldon salt
  • BBQ-sósa
  • laukur, skorinn í grófa bita
  • hvítlaukur

Hitið ofninn í 110°. Nuddið kryddinu vel á kjötið og setjið í leirpott eða ofnpott. Skerið laukinn í grófa bita og bætið í pottinn ásamt heilum hvítlauksrifum. Hellið BBQ-sósu yfir og lokið pottinum. Setjið í ofninn og leyfið að eldast í 8-10 klukkutíma.

Þegar kjötið er tilbúið er það veitt upp úr pottinum og soðið sigtað í pott. Hendið lauknum frá. Leyfið soðinu að sjóða um stund á meðan kjötið er rifið niður (það á að gerast mjög auðveldlega eftir allan þennan tíma í ofninum). Þegar soðið hefur soðið niður er því hellt yfir niðurrifið kjötið.

Þetta er æðisleg aðferð til að elda kjötið því það verður svo bragmikið, meyrt og gott . Það er t.d. gott að setja það á samlokur, á pizzur, í tortilla kökur eða í hamborgarabrauð.

 

 

14 athugasemdir á “Rifinn svínahnakki í BBQ-sósu

      1. Þetta er æðislegt 🙂 búin að elda nokkrum sinnum en er með svona gamaldagsofnpott og stilli á 100°hjá mér og það er frábært eftir 5 tíma ;).

  1. þetta var æðislegt ..krakkarnir sögðu að þetta væri geðveikt og ég mætti elda þetta einu sinni í viku namm namm takk

  2. Hljómar rosalega girnilega, en eru einhverjar mælieiningar á innihaldsefninu, eða er maður bara í dash..inu ? 😉

    1. Já, því miður var ég ekki með nákvæmar mælieiningar heldur skellti bara dashi af öllu. Ég þarf að bæta úr þessu og mæla næst þegar ég elda réttinn 🙂

  3. Sæl, er voða spennt fyrir að prófa þessa uppskrift og hef verið að skoða ðarar uppskriftir af pulled pork á netinu sem gerðar eru í dutch owens en þar er yfirleitt talað um að eldunartíminn sé í kringum 4 tíma , var að velta fyrir mér hvaðan þessi 10 tímar koma hjá þér og hvernig ofnílát þú notar ? 🙂

  4. Sælar vona að þú sért búin að elda Hægeldaður svínahnakki og gætir sagt manna scoa sirka hvað mikkið af kryddi þarf í þennan rétt

  5. sæl nú er ég að spá í að elda þennan rétt, svo það væri gott að fá aðeins hugmyndir um magn og hlutföll.. Er betra að hafa sneiðar eða væri hægt að nota svínabóg?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s