Oreo-brownies

Ég man þegar ég smakkaði Oreo-kex í fyrsta sinn. Mér fannst það allt of dökkt á litinn og gat ekki ímyndað mér að það væri gott en ég var fljót að skipta um skoðun. Ég tók fyrsta bitann og það var ekki aftur snúið.

Það er því kannski ekki skrýtið að mér finnst Oreo-ostakakanæðislega góð og þegar ég sá þessa uppskrift að Oreo-brownies, eða Oreo-brúnkum, þá langaði mig strax til að prófa þær. Þar sem við vorum með svo léttan kvöldmat í gær þá fannst mér kjörið að baka þær til að hafa í eftirrétt og mikið fannst okkur þær góðar. Það voru alsælir krakkar með mjólkurskegg langt út á kinnar sem gáfu kökunni bestu einkunn.

Uppskriftina sá ég á Pinterest og breytti henni lítillega. Ég gef hana hér með mínum breytingum. Ég gæti trúað að hún sé æðisleg nýbökuð með vanilluís og berjum. Við áttum hvorugt og fengum okkur bara mjólkurglas með henni en það kom ekki að sök. Kakan er jafnvel betri daginn eftir og því alveg óhætt að gera hana með dags fyrirvara.

Oreo-brownies

 • 165 gr smjör
 • 200 gr suðusúkkulaði, hakkað fínt
 • 3 egg
 • 2 eggjarauður
 • 2 tsk vanillusykur
 • 115 gr púðursykur
 • 50 gr sykur
 • 2 msk hveiti
 • 1 msk kakó
 • smá salt
 • 12 Oreo-kexkökur, hver kaka skorin í 4 bita.

Hitið ofninn í 180°. Smyrjið bökunarform (20 x 20 cm) og klæðið með bökunarpappír þannig að bökunarpappírinn fari yfir kantinn á bökunarforminu.

Bræðið smjör í potti við miðlunghita. Þegar smjörið er bráðið er það tekið af hitanum og súkkulaðinu bætt í pottinn. Leyfið þessu að standa í nokkrar mínútur eða þar til súkkulaðið er bráðnað og hrærið þá saman þannig að smjörið og súkkulaðið blandist vel.

Hrærið eggjum, eggjarauðum, og vanillusykri saman í stórri skál þar til blandan verður ljós og létt. Bætið sykrinum í tveimur skömmtum og hrærið vel á milli. Þegar allur sykurinn er kominn út í er hrært áfram þar til blandan verður stífari. Bætið súkkulaðinu varlega saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel. Bætið hveiti, kakói, salti og 1/3 af Oreo-kexkökunum út í og hrærið vel.

Setjið deigið í bökunarformið og stingið restinni af Oreo-kexkökunum í deigið. Bakið í miðjum ofni í 25-30 mínútur. Leyfið kökunni að kólna áður en hún er tekin úr forminu og skorin í bita. Sigtið flórsykri yfir hana áður en hún er borin fram.

2 athugasemdir á “Oreo-brownies

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s