Dásamlegur morgunverður

Það virðist engu máli skipta hvenær ég fer að sofa, ég er alltaf fyrst á fætur á morgnana. Mér finnst það ósköp notalegt og oftar en ekki læðist ég fram, kveiki lágt á útvarpinu, fletti blöðunum og skoða uppskriftir. Á laugardagsmorgnum geri ég yfirleitt vikumatseðilinn en í sumarfríinu hefur það alveg dottið úr rútínu. Nú er ég alltaf að plana næstu máltíð, ligg yfir uppskriftum og hleyp í búðina þess á milli.

Í morgun ákvað ég að koma fjölskyldunni á óvart og vekja þau með alvöru morgunmat. Sólin skein og ég stóðst ekki mátið að dúka borðið á pallinum og hafa morgunmatinn þar. Ég bakaði amerískar pönnukökur, steikti beikon og gerði breska morgunverðarpönnu sem ég sá í Jamie Oliver blaðinu mínu. Ég held að það sé ekki hægt að byrja daginn betur en með fjölskyldunni í sólinni yfir svona morgunverði. Krökkunum leið eins og við værum í útlöndum og ég skil það vel. Það var steikjandi hiti á pallinum og við sátum lengi yfir matnum og spjölluðum. Þetta verður endurtekið fljótlega.

Kartöflu og chorizo morgunverðarpanna að hætti Jamie Oliver

  • ólívuolía
  • 2 stórir laukar, skornir í grófa bita
  • 2 hvítlauksrif, hökkuð
  • 240 gr chorizo pylsa, hökkuð
  • 4-6 soðnar kartöflur, skornar í grófa bita
  • 4 egg
  • fersk steinselja

Hitið ofninn i 180°. Setjið ólivuolíu í ofnþolna pönnu og steikið laukinn og hvítlaukinn við vægan hita þar til laukurinn verður mjúkur. Bætið chorizo pylsunni á pönnunna og steikið áfram í 2-3 mínútur eða þar til hún byrjar að fá fallegan lit. Bætið soðnu kartöflunum á pönnuna og steikið áfram í 5 mínútur. Brjótið eggin yfir og stingið pönnunni í ofninn og bakið í 8 mínútur eða þar til eggjahvíturnar eru stífar og eggjarauðurnar fljótandi. Myljið pipar og salt yfir ásamt ferskri steinselju og berið fram.

Amerískar pönnukökur

  • 3 bollar hveiti
  • 1 bolli sykur
  • 4 tsk lyftiduft
  • 1 egg
  • mjólk eftir þörfum (ca 2 bollar)

Hrærið öllu saman þar til deigið er slétt og kekkjalaust. Steikið á pönnu í bræddu smjöri við vægan hita og snúið við þegar loftbólur myndast. Borið fram með smjöri, sýrópi, beikoni og öllu því sem hugurinn girnist.

4 athugasemdir á “Dásamlegur morgunverður

  1. Umm þetta lítur alveg dásamlega út hjá þér Svava. Til lukku með flottu síðuna þína. Fer að kíkja í kórana á laugardagsmorgnum : )

  2. Þetta lítur náttúrlega guðdómlega vel út eins og allt hjá þér. Ein spurning, hvar kaupirðu chorizo?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s