Brauð með ítalskri fyllingu

Ég var búin að ákveða að elda allt annan mat í kvöld, en þegar ég sá þennan brauðhleif í búðinni skipti ég snarlega um skoðun. Mig langaði bara í þetta brauð með ítalskri fyllingu. Uppskriftina fann ég fyrir löngu á sænsku matarbloggi og hef eldað hana reglulega síðan. Okkur þykir þetta öllum svo gott og krakkarnir borða hann með bestu lyst þó þau þykjast ekki borða ólívur. Þetta er einfaldur réttur sem mér finnst bestur með góðu salati og ísköldu sódavatni.

Brauð með ítalskri fyllingu

 • 1 laukur
 • 2 hvítlauksrif
 • 10 sólþurrkaðir tómatar
 • 500 gr nautahakk
 • smjör til að steikja í
 • 1 dós hakkaðir tómatar
 • 2 msk þurrkuð basilika eða 1 box fersk basilika
 • 1-2 tsk salt
 • pipar
 • smá sykur
 • 1 dl blandaðar steinlausar ólívur
 • 125 gr ferskur mozzarella
 • 150 gr rifinn ostur
 • 1 brauðhleifur

Hitið ofninn í 175°. Hakkið lauk, hvítlauk og sólþurrkaða tómata. Steikið nautahakkið með laukunum og bætið síðan niðursoðnum tómötum, sólþurrkuðum tómötum og basiliku á pönnuna. Leyfið þessu að sjóða í 10 mínútur og bragðbætið með salti, pipar og smá sykri. Takið af hitanum og leyfið að kólna aðeins.

Skerið lok af brauðinu og takið úr því þannig að eftir standi ca 2 cm kantur um brauðið. Skerið ólívurnar smátt og mozzarella ostinn í bita. Blandið rifnum osti, ólívunum og mozzarella ostinum í kjötblönduna og fyllið brauðið með blöndunni. Leggið lokið á brauðið og pakkið því inn í álpappír. Setjið í ofninn í ca 30 mínútur eða þar til brauðið er heitt í gegn.

Berið fram heitt með góðu salati.

3 athugasemdir á “Brauð með ítalskri fyllingu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s