Sænskir kanilsnúðar

Ég hef bakað þessa snúða síðustu 10 árin og okkur þykja þeir alltaf jafn góðir. Þetta er stór uppskrift, um 40 snúðar, og ég tek alltaf hluta frá og set í frystinn um leið og þeir koma úr ofninum. Snúðarnir eru bestir nýbakaðir og geymast ekki vel nema í frysti. Þá er líka lítið mál að afþýða þá í örbylgjunni eða í ofninum í skamma stund og þeir verða eins og nýbakaðir. Það er því mjög notalegt að eiga poka af þeim í frystinum og geta töfrað fram heita snúða með lítilli fyrirhöfn.

Uppskriftina fékk ég aftan á hveitipakka þegar ég var nýflutt til Svíþjóðar og hef haldið tryggð við hana allar götur síðan. Mér finnst aðalatriðið vera að hafa deigið eins blautt og ég mögulega get því of mikið hveiti gerir snúðana þurra. Ég geri alltaf tvöfalda uppskrift af fyllingunni því hún gerir snúðana svo gómsæta. Að lokum set ég vel af perlusykri yfir snúðana áður en þeir fara fara í ofninn. Mér finnst hann alveg ómissandi.

Sænskir kanelsnúðar

 • 150 gr smjör eða smjörlíki
 • 5 dl mjólk
 • 50 gr (1 pakki) ger
 • 1 dl sykur
 • 1/2 tsk salt
 • 2 tsk kardimommur
 • 850 gr hveiti
Fylling
 • 100 gr smjör eða smjörlíki við stofuhita
 • 1 dl sykur
 • 2 msk kanill
Til að pensla snúðana
 • 1 egg
 • perlusykur

Bræðið smjörið í potti. Bætið mjólkinni í pottinn og hitið upp í 37°. Setjið gerið í skál (ég nota alltaf þurrger) og hellið vökvanum yfir. Leyfið gerinu aðeins að taka sig í nokkrar mínútur. Bætið sykri, salti, kardimommu og hveiti (ekki byrja á öllu hveitinu heldur bætið frekar við seinna) út í og hnoðið deigið vel í ca 5 mínútur með hnoðara á hrærivél eða í ca 10 mínútur í höndunum. Breiðið viskastykki yfir skálina og látið deigið hefast á hlýjum stað í ca 30 mínútur.

Hnoðið degið á mjöluðu borði og skiptið því niður í 4 hluta. Fletjið hvern hluta út í aflanga köku (þannig að deigið verði í laginu eins og skúffukaka). Hrærið saman fyllingunni (ég geri oftast tvöfalda uppskrift af fyllingunni) og breiðið yfir deigið. Snúið deiginu upp í rúllu og skerið í sneiðar (hver rúlla í ca 10 sneiðar). Leggið hverja sneið í möffinsform og látið hefast undir viskastykki í 40 mínútur.

Penslið snúðana með upphrærðu eggi og stráið perlusykri yfir þá. Bakið í miðjum ofni við 225 gráður í 5-8 mínútur.

12 athugasemdir á “Sænskir kanilsnúðar

 1. Hæ Svava mín.
  Þetta er allt svo girnilegt og fallegt hjá þér.En ég er með eina spurningu, gefurðu upp tvöfalda uppskrift af fyllingunni eða á maður að tvöfalda það sem þú gefur upp hér í uppskriftinni?
  Puss og kram,
  Malín

  1. Ég gef einfalda uppskrift af fyllingunni. Þannig var uppskriftin upphaflega en ég hef með árunum farið að tvöfalda hana og finnst það betra.
   Knús, Svava.

 2. hérna með fyllinguna á maður þá að bræða smjörið og bæta svo kanilnum og sykrinum við eða er þetta bara hrært saman þar til það er létt?

  1. Sæl Unnur.
   Það á ekki að bræða smjörið. Best er að hafa smjörið við stofuhita og hræra það saman við sykurinn og kanilinn – muna bara að spara ekki fyllinguna, því meiri fylling því betri snúðar (að mínu mati).
   Kveðja, Svava.

 3. Ég bakaði þessa um daginn og þeir hreinlega hurfu ofan í krakkana, þarf að drífa í því að baka þá aftur 🙂 takk fyrir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s